Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 109
Trúarlíf íslendinga
áberandi í þættínum „trú í daglegu lífi“ en í kirkjulega trúarþættínum. Þessi
þáttagreining sýnir einnig að trú sem leggur erfiðar skyldur á herðar kemur
greinilegast fram í trú í daglegu lífi. Það má e.t.v. segja að til þess að trú geti
veitt styrk og svör í dagsins önn verði hún að krefjast einhvers af hinum trúaða,
þ.e.a.s. leggja einhveijar skyldur á herðar honum. Þetta bendir einnig til þess
að hin mikla og almenna trú, þótt hún sé ekki beinlínis tengd kirkjunni sem
stofnun og sakramentum hennar, sé ekki hirðulaus trú sem eingöngu miðar
að afslöppun eða tilbreytíngu í daglegu lífi. Hún leggur siðferðilegar kvaðir á
hinn trúaða og er á margan hátt mótuð af kristilegri siðfræði.
Það er engan veginn svo að þeir sem finna fyrir því að trúin leggi á þá
skyldur geti ekki einnig fúndið fyrir lífshamingju í sambandi við trú sína. Þessi
atriði útíloka alls ekki hvort annað. Jafnvel er meira en líklegt að margir trúaðir
skynji það sem lífshamingju að finna fyrir og virða skyldu sína og ábyrgð. Því
skal athuga nánar samband á milli þess að fólk leggur áherslu á hamingju og
skyldu í trú sinni.
Tafla IV,10 Samband milli áherslu á lífshamingju og þess að trúin leggi fólki erfiðar
skyldur á herðar:
Trúin leggur fólki erfiðar skyldur á herðar
alveg frekar óviss frekar algerlega
sammála sammála ósammála ósammála
n= 74 72 97 107 168
Trúin eykur lífshamingjuna, alveg samm. 91.9 55.6 52.6 33.6 28.0
(Kendals Tau B=0.41, p< 0.0001)
Á þessari töflu sést að það fer að miklu leyti saman að fólki finnist sem trúin
leggi því erfiðar skyldur á herðar og auki lífshamingju þess. Þeim sem trúir í
einlægni er að öðru jöfnu ljúft að hlýða kalli trúarinnar og það veitir honum
hamingju. Hér má vitna tíl þess sem Allport nefndi þroskað trúarlíf. Er niður-
staðan sú að 92% þeirra sem eru alveg sammála því að trú þeirra leggi þeim
erfiðar skyldur á herðar eru einnig sammmála um það að hún auki lífsham-
ingjuna. Eins og kemur fram í töflu IV,9 þá eru það miklu fleiri sem leggja
áherslu á hamingju en skyldu þegar þeir taka afstöðu til áðurnefndra
fullyrðinga. I töflu IV,10 sést að nálægt þriðjungur þeirra, sem eru ósammála
fullyrðingunni um skyldurnar, eru hins vegar alveg sammála um hamingjuna.
Því er það nokkuð stór hópur fólks sem öðlast aukna lífshamingju en finnst
ekki að trúin leggi því að sama skapi erfiðar skyldur á herðar.
Við nánari athugun kemur í ljós að 135 svarendur eru sammála báðum
fullyrðingunum en 149 einstaklingar á þeirri skoðun að trú þeirra auki
lífshamingjuna en telja ekki að hún leggi þeim skyldur á herðar.
107