Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 116
Studia theologica islandica
óeðlilegt að það komi fram í bænalífí þeirra. Áður er einnig bent á að bænalíf
mæðra er mjög tengt trúaráhrifum þeirra á börnin. Konur biðja einnig miklu
meira þegar við erfiðleika og vandamál er að stríða (munurinn 16 prósentustig
er marktækur, p<0.001). I framhaldi af þessu má varpa fram sem spurningu
hvort það gæd verið að konur leiti fremur á vit bænarinnar þegar við erfiðleika
og vandamál er að stríða en karlar e.t.v. fremur af hagnýtum ástæðum. I þeim
tilvikum þegar síst er að vænta hinna hagnýtu lausna, beðið um náð og
íýrirgefningu, þá er munur á kynjunum minnstur. Á það má þó minna að
sálfræðilega getur bænin verið góður undirbúningur skapandi aðgerða við
lausn vandamála en frá trúarlegu sjónarmiði er hún að sjálfsögðu viðeigandi
viðbragð.
Konur leita meira en karlar fyrirbæna annarra og er það einnig einkenni á
bænalífi þeirra sem orðið hafa fyrir mestum trúaráhrifum frá móður sinni.
Þetta gæd verið vísbending um að „grundvallar trúnaðartraustið“ (basic trust),
sem E.H. Erikson og fleiri tala um, birtíst þannig í trúarlífi kvenna að þær ged
endurnýjað þetta samband og fengið staðfesdngu á því í bænasambandi við þá
sem þeim þykir vænt um eða fyrir áhrif þeirra sem eru þekktir fýrir að hafa gott
„samband“ við æðri máttarvöld. Áhugavert væri að fá að vita hverjir þeir eru
sem aðallega er leitað til í sambandi við fýrirbænir. Ekki er ólíklegt að margir
nefndu prest, ef um slíkt væri spurt, sennilega einnig huglækna og bænamiðla
sem vinsælir eru meðal fólks og mikið er leitað dl úr öllum séttum hér á landi.
Þegar inntak og markmið bæna er skoðað út frá öðrum trúarlífsbreytum
kemur í ljós að trúarlíf þeirra sem bihja um náð guðs ogjyrirgefningu er nokkuð
frábrugðið því sem er hjá öðrum. I vissum dlvikum líkjast þeir þó þeim sem
biðja tíl að færa guði þakkir, enda eðlilegt, þar sem nokkuð mikil fýlgni er milli
bæna af þessu tagi, eins og áður kom fram. Þetta fólk fer oftar í guðsþjónustur,
biður oftar en aðrir, fær oftar bænheyrn og svarar því oftar til að guð sé
kærleiksríkur. Það játar í ríkari mæli kristna trú og því hafa færri úr þessum
hópi einhvers konar „einkatrú“, þ.e. trúir á sinn eigin persónulega hátt. Fyrir
þennan hóp er trúin miklu meira en fýrir öðrum; eitthvað sem leggur
ákveðnar skyldur á herðar en er einmitt einnig uppspretta lífshamingjunnar.
Þeir sem biðja þegar erfiðleikar steðja að skera sig einnig úr en líkjast mest
þeim sem biðja fýrir sínum nánustu. Þetta fólk fer sjaldnar í kirkju, biður
sjaldnar og fær sjaldnar bænheyrslu en aðrir. 28% þess hefur öðlast
bænheyrslu en 46% hinna sem biðja einkum um náð og fýrirgefningu guðs.
Það játar sjaldnar kristna trú en annað bænafólk og trúir flest á sinn eigin
persónulega hátt. Hér eru það einnig fæstír, eða 31%, sem segja að trúin leggi
þeim erfíðar skyldur á herðar, miðað við 52% þeirra sem biðja um náð guðs
og fýrirgefningu.
Þessi niðurstaða styður þá tilgátu að lofgerðarbænir og bænir um náð og
fýrirgefningu guðs séu oftar en ekki þáttur í því sem hér hefur verið nefnt
innra trúarlíf - og að bænir sem einkum verða dl þegar erfiðleikar steðja að
séu fremur líklegar til að eiga rætur í yfirborðskenndu trúarlífi.
114
J