Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 122
Studia theologica islandica
fræðanna svo samofin sem þessi fyrirbæri eru í daglegu lífi fólks. Það má þó
láta sér detta í hug þá skýringu að áheit þeirra sem aldrei fara í kirkju og ekki
gera ráð fyrir guði, sem hægt er að snúa sér til persónulega í bæn, séu fremur
í ætt við töfra og særingar þjóðtrúarinnar en eiginlega bæn eins og hún var
skilgreind í upphafi þessa kafla.
40% þeirra sem játa kristna trú heita á kirkjur. Athyglisvert væri að kanna
nánar hvaða skilning þessi hópur leggur í áheitin, en sú könnun sem hér var
gerð gefur því miður ekki tækifæri til þess. Búast má við að mörgu af þessu
fólki gangi til umhyggja fyrir kirkjunni sjálfri og því sem þar fer fram, ekki síður
en sú von að það muni fram koma sem um er beðið.
Ekki er marktækur munur á því hvort menn búa í Reykjavík, öðru þéttbýli
eða sveit hvað varðar áheit á kirkjur. Þó eru þau algengust meðal bænda, eins
og fram kemur í töflu IV,20.
Biblíulestur og sálmar
Mótmælendakirkjur hafa ætíð lagt mikla áherslu á að fólk, þ.e. hver og einn,
hefði aðgang að Biblíunni á sínu eigin máli. Má þar minna á áhuga kirkju og
klerka á læsi sóknarbarna. Með lestri Biblíunnar fær hinn trúaði maður bæði
almenna þekkingu á kristinni trú og tilurð hennar og einnig innsæi og skilning
á innihaldi þeirra trúarhugmynda sem aðgreina kristna trú frá öðrum trúar-
brögðum. Biblían er mikilvægur lykill í trúfræðilegum skilningi um trúar-
skoðanir og trúarhugmyndir, þ.e. sjálft innihald trúarinnar. Hér eru nefnd tvö
af þeim fimm sviðum sem Glock og Stark gerðu ráð fyrir þegar þeir fjölluðu
um hvernig ætti að skilgreina hugtakið trú (sjá umfjöllun í upphafi kafla III).
En bíblíulestur er ekki einskorðaður við þekkingar- og kenningasvið kristinnar
trúar þótt þau séu að sjálfsögðu afar mikilvæg, ekki síst fyrir lúthersku kirkjuna
sem sett hefur Biblíuna á oddinn sem opinberun guðs og boðskap hans til
mannanna. Helgihald og tilbeiðsla er á margan hátt samofið lestri Biblíunnar
sem heilagrar bókar í trúarhefð okkar. Trúarreynsla og siðferðileg hegðun í
daglega lífmu tengjast einnig Biblíunni. Þær persónur og þeir atburðir, sem
sagt er frá í Biblíunni, verða oft fyrirmynd hins trúaða sem lifir sig inn í
frásagnirnar. Eru ótal dæmi um að fólk hafi hlotið sterka trúarreynslu við lestur
Biblíunnar. Frásagnir hennar eru einnig óþrjótandi lind leibsagnar og fyrir-
myndar fyrir hina trúuðu í daglegu lífi. A þessu má sjá að Biblían snertir á
einhvern hátt öll svið trúarlífsins í trúarhefð okkar.
Sumt af því sem hér er sagt á einnig við um sálmana sem eru samofnir
kirkju- og trúarlífi þjóðarinnar og skipa einnig veglegan sess í lútherskri krismi.
Sálmabækurnar hafa löngum verið almenningi jafnvel aðgengilegri en sjálf
Biblían, enda miðaðar við það að koma trúnni á framfæri í því formi og á því
máli sem höfðar til fólks á hverjum tíma.
120
J