Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 152
Studia theologica islandica
Tafla V,3 Óskir um magn trúarlegs efnis eftir trúarafstöðu:
Efahyggjumenn Einkatrúar Játa kr. trú
og trúleysingjar
n= 104 304 266
Meira 9 17 38
Eins og verið hefur 49 65 50
Minna 16 2 0
Veit ekki 26 16 12 **
100 100 100
í beinu framhaldi af spurningunni um magn trúarlegs efnis í ljósvakafjölmiðl-
unum var fólk beðið um að lýsa óskum sínum nánar með eigin orðum. Vakti
athygli hversu margir það voru sem notfærðu sér þennan möguleika, eða rúm-
lega fímmti hver svarandi. Má ætla að þeir sem annað hvort vildu meira eða
minna af trúarlegu efni hafi tekið þá beiðni til sín, þó einkum þeir sem vildu
meira. 153 einstaklingar tjáðu sig með eigin orðum um trúarlegt efni í fjöl-
miðlum og voru nefnd alls 290 atriði sem síðan hefur verið reynt að flokka í
færri einingar. Svör við þessari „opnu“ spurningu voru margvísleg, mismun-
andi löng og ítarleg. Þótt sú flokkun, sem gerð hefur verið, sé nokkuð breið,
þ.e.a.s. nái yfir vítt skoðanasvið, falla 30% þeirra atriða sem nefnd eru í svör-
unum utan hennar.
í töflunni hér á eftir má sjá hve oft umrædd atriði koma fyrir í þessum
svörum. Vekja ber athygli á því að ekki er um það að ræða að setja heildarsvar
hvers og eins í einn flokk, heldur er hverju atriði raðað þar sem það á við,
samkvæmt næstu töflu.
Tafla V,4 Atriði sem komu fram í svörum við opinni spumingu um
trúarlegt efni í útvarpi og sjónvarpi, fjöldi tilnefninga:
1. Meira af kristilegu barna- og unglingaefni 37
2. Meira fræðandi efni um Biblíuna og kristna trú 33
3. Fleiri umræðuþættir um trúmál 20
4. Meira af trúarlegri tónlist 20
5. Fleiri guðsþjónustur 20
6. Meiri kristilega boðun 19
7. Meira af trúarvitnisburðum og frásögnum af trúarreynslu 15
8. Meira fræðsluefni um trúarbrögð almennt 14
9. Kirkjan og guðsþjónustur eru leiðinlegar 9
10. Trúarlegt efni í fjölmiðlum er ágætt eins og það er 9
11. Meira af kristilegri popp- og dægurlagatónlist 8
12. Trúarlegt efni er of einhæft 7
13. Messuformið er of þungt 7
14. Prestar eru væmnir og óskiljanlegir 6
15. Annað 86
150