Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 155
Trúarlíf Islendinga
Eg óska eftir kristilegum œskulýbssöng og vekjandi sögum og frœöslu til
uppbyggingar œskufólki, einnig kristilegum bamatímum íútvarp ogsjónvarp.
Annar svarandi tekur dæmi af jákvæðri reynslu sinni af trúarlegu efni í
sjónvarpi í Kanada og segir: Þar var oft gert hlé fyrir ungum og gladlegum manni
semfór meb Guös orð og þannig að tekið var eftir því.
Nokkrir nefna bæði þessi aðalatriði í einu, þ.e.a.s. efni fyrir börn og unglinga
og léttara og líflegra form, með því að taka fram að þeir vilji sjá meira af ungu
fólki fjalla um þessi mál. Sennilega er sú hugsun að baki, meðvituð eða
ómeðvituð, að þannig nái efnið og boðskapur þess best til ungdómsins.
Af þessu má álykta að það sé grundvöllur fyrir því meðal hlustenda og
sjónvarpsáhorfenda að fá að sjá og heyra meira af kristnu æskufólki í ljósvaka-
fjölmiðlunum. - Einn á meðal svarenda skrifar:
Það er vel þegið að fá að heyra í ungu fólki, bœði skoðanir þess á trúmálum og
smekk þess á trúarlegri tónlist.
Annar skrifar:
Sjónvarþa frá œskulýðsvikum KFUM og K ... sjónvarþa frá æskulýðsstarfi
Þjóðkirkjunnar; segja frá í útvarpi t.d. athyglisverðu efni .. eða nýjungum í
safnaðarstarfi.
Þá mátti einnig lesa þessa athugasemd:
Mérfnnst mátulega mikið af trúarlegu efni í útvarpi og sjónvarpi. En ekki væri
verra að fá rás í útvarpi þar sem vceri spiluð létt trúarleg músik sem getur verið
gaman að hlusta á en heyrist sjaldan.
Ef litið er á þau atriði sem svarendur nefna helst í athugasemdum sínum er
hægt að tala um þrjá aðal efnisflokka, samansetta úr nokkrum helstu undir-
flokkunum sem notaðir voru til að greina svörin. Hér er í fyrsta lagi um að
ræða þann hóp sem vill meira affrœðslu ogefni fyrirböm ogunglinga (flokka 1,2,3
og 8, n=82), í öðru lagi þá sem vilja meira af guðsþjónustum og kristilegri boðun
(flokka 5,6 og 7, n=46) og í þriðja lagi aðra sem vilja meira af trúarlegri tónlist
(flokka 4 og 11, n=27).
153