Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 159
Trúarlíf IslencLinga
Um 35% svarenda telja að kirkjan þurfi að breyta einhverju um starfshættí sína
en rétt rúmlega 20% finnst ekki breytínga þörf.
Ekki er að sjá að ósk um breytingar fari eftir því að hve miklu leyti fólk telur
sig eiga samleið með kirkjunni. 44% af þeim sem telja sig eiga mikla samleið
með henni finnst breytinga þörf og 40% annarra svara á sömu lund.
I beinu framhaldi af spurningunni um þörf fyrir breytíngar voru þeir sem
þeim voru hlynntír beðnir að þá með eigin orðum hvað þeir ættu við. Þegar
haft er í huga að langflestir þeirra, alls 200 einstaklingar, færðu sér í nyt þann
möguleika, verður ekki annað sagt en almenningur látí sig vöxt og viðgang
kirkjunnar nokkru skipta þótt kirkjusókn og þátttaka í kirkjulegu starfi gætí
gefið annað til kynna.1 Stæði mönnum á sama hliðruðu þeir sér vafalítíð hjá
að taka sér penna í hönd og gefa ábendingar um það sem betur mættí fara.
Sjálfsagt er á hinn bóginn að líta á dræma kirkjusókn í ljósi slíkra ábendinga
þar eð þær segja talsvert um það hvers vegna kirkjunni tekst ekki betur en raun
ber vitni að örva fólk til þátttöku. Eins og síðar verður að vikið er lítill munur
á þeim sem teljast reglulegir kirkjugestir og hinum sem sjaldan eða nánast
aldrei sækja almennar guðsþjónustur hvað það er sem talið er æskilegt að
kirkjan breytí í starfi sínu. Þess vegna verður ekki sagt að það séu einkum þeir
sem aldrei láta sjá sig í kirkju og viti þar af leiðandi lítið um hvað þar fer fram
sem láti í ljós óánægju með ríkjandi ástand. Verður að telja að þetta auki gildi
fram kominna ábendinga og afsanni jafnframt þá viðbáru, sem oft heyrist af
munni þeirra er næst standa kirkjunni að gagnrýni á störf hennar megi að
stórum hluta rekja til vanþekkingar. Rétt er að geta þess, úr því gagnrýni er
nefnd, að mikill meiri hluti þessara ábendinga er af þeim toga að þær má
hiklaust skilja sem jákvæða gagnrýni, borna fram af umhyggju og ósk um
batnandi hag þessarar fornu stofnunar.
255 einstaklingar svöruðu játandi spurningunni um þörf fýrir breytíngar á
starfshátum kirkjunnar og 200 tjáðu með eigin orðum hvað þeir ættu við. I
þessum svörum má greina 524 atriði sem flokkuð voru á eftirfarandi hátt (20%
svaranna töldust utan við þessa flokkun).
1 Aðeins 29 einstaklingar, eða 4 % þeirra sem svöruðu spumingalistanum, höfðu einhvem
tíma tekið þátt í safnaðarfundi í sókn sinni. Sjö einstaklingar höfðu einhvern tíma tekið
þátt í umræðukvöldi á vegum safnaðar síns, 22 í starfi fyrir aldraða, 5 í námskeiði og 35,
eða 5.3% af úrtakinu, í fjáröflun fyrir kirkjubyggingu.
157