Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 160
Studia theologica islandica
Tafla VI,2 Breytingatillögur svarenda er varða starfshaetti kirkjunnar;
Tíðni tilnefninga:
1. Frjálslegri, léttari og líflegri guðsþjónustur 91
2. Meira fyrir börn og unglinga og miða við sérþarfir þeirra 51
3. Virkja söfnuðinn betur í guðsþjónustunni og öðru starfi 47
4. Vera alþýðlegri og fjalla um dagleg vandamál 45
5. Endurnýja og breyta tónlist í kirkjunni 42
6. Að fylgjast betur með breyttum þjóðfélagsháttum,
framförum í vísindum o.þ.h. 38
7. Að sinna þjóðfélagsmálum meira 19
8. Sinna utangarðsfólki og þeim sem eiga við sérstaka
erfiðleika að stríða og vinna fyrirbyggjandi störf 17
9. Forðast öfgar og standa vörð um umburðarlyndi í trúmálum 16
lO.Sinna betur fræðslu um trúmál 15
11. Að prestarnir tali mál sem fólkið skilur 13
12. Að kirkjumar séu opnar utan messutíma 10
13. Standa vörð um kenninguna í nútímaþjóðfélagi breytinga 8
14. Að forðast flokkapólitík 5
15. Að auka ábyrga þátttöku leikmanna í kirkjunni 5
lö.Annað 102
Sérstaka athygli vekur, þegar þessar ábendingar eru skoðaðar, að kirkjan og
starfshættir hennar eru í hugum manna einkum það sem fram fer innan veggja
\ guðshússins í bókstaflegri merkingu. Helgihald, guðsþjónusta, messusöngur,
prédikun prestsins, er það sem lýsir kirkjunni best, að þessum atriðum beinist
athyglin þegar fólk tjáir sig um starfshætti hennar. Um stöðu og hlutverk
kirkjunnar út á við koma tiltölulega fáar ábendingar, að æda má vegna þess að
sá kirkjuskilningur sem að þessum þáttum lýtur er utan sjónmáls. Þó er að
finna á þessu undantekningar sem gefa vísbendingu um að fyrir hendi séu
vændngar til kirkjunnar að hún hasli sér völl utan hins hefðbundna sviðs helgi-
haldsins. Er ætlast til að hún hafi áhrif og sé til góðs bæði fyrir einstakling og
þjóðfélag. Þessar væntingar eiga sér að einhverju leyti rætur í sögulegri hefð,
nánar tiltekið í hinu víðtæka félagslega og menningarlega hlutverki sem
kirkjan gegndi hér áður fyrr og minnst var á í upphafi þessa kafla.
Góð dæmi um þessi viðhorf koma fram í eftirfarandi tilvitnunum.
Prestar og biskup Jjalli um mannlífib á fordómalausan hátt ogfordist hlutdrœgni.
Huguekjur í sjónvarpi eru ágœtar. Reyna ab ná til unglinga varðandi fikniefna-
vandamál, en pó ekki að einskorða sigvið vandamál en táka jákvœtt líka.
Láta sig meira siðferðislegpjóðmál varða. Leita meiri jýrirmyndar í Kristi. Minna
J
158