Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 163
Trúarlíf Islendinga
Gera messuformið abgengilegra og meira lifandi, til þess að fólkfáist til að fara í
kirkju. Eins og nú er, er það alger þraut.
Skoðun almennings virðist vera sú að það þurfi „að lífga upp á allar athafnir“,
a.m.k. þess hluta, sem kýs að tjá sig um þessa hluti. „Eins og nú er, er það alger
þraut“. Þetta er þungur áfellisdómur; órökstuddur, kynni margur að segja, en
greinilega býsna almennur þegar haft er í huga hversu sammála menn eru um
að það sé ekki síst helgihaldið, búningur þess og gerð, sem hvað helst standi
vexti og viðgangi kirkjunnar fyrir þrifum. A síðari árum hafa verið gerðar
miklar breytingar á skipan guðsþjónustunnar. Nýtt messuform hefur verið inn-
leitt þar sem eitt megin markmiðið er að efla þátttöku safnaðarins í guðs-
þjónustunni. Svo er að sjá að þær breytingar hafí ekki enn skilað þeim árangri
sem að var stefnt. Varhugavert er að bera því við að rekja megi neikvæð við-
brögð eingöngu dl þekkingarskorts, enda sáralítíll munur á afstöðu þeirra, sem
oftast sækja kirkju, og ættu þar af leiðandi að hafa haft tækifæri til að tileinka
sér hina nýju skipan, og þeirra, sem sjaldnast koma, eins og fram hefur komið.
Einn er sá þáttur í starfsemi kirkjunnar sem jafnan ber á góma þegar tal
berst að hlutverki hennar. Það er starf fýrir börn og ungmenni. Ábendingar
um þennan þátt koma næst á eftír athugasemdum um guðsþjónustuna. Fjórði
hver svarandi, sem tjáir sig með eigin orðum um starfshættí kirkjunnar, kemur
inn á þennan flokk mála. Þessar ábendingar eru orðaðar með ýmsum hætti en
hér verða tilfærð tvö dæmi.
Eg held það væri til hins betra efprestar kœmu oftar í skólana en nú er, og er ég
ekki að tala um fermingarundirbúning. Við heyrum bömin segja „löggan kom til
okkar í dag“. Þau voru alsæl, ég vil að þau geti líka sagt „presturinn kom til okkar
í dag og hann talaði við okkur. “
Kirkjan œtti að koma á og reka aðstöðu í hverju bœjarfélagi þar sem unglingar
geta eytt tómstundum sínum.
Fólk er - að því er best verður séð - þeirrar skoðunar að kirkjan getí haft heilla-
vænleg áhrif á hina uppvaxandi kynslóð og margir ætla henni mikilvægt
hlutverk á þeim vettvangi. Kemur þetta ekki einasta fram í sambandi við breytta
starfshætti hennar, heldur má til viðbótar nefna að flestir þeirra sem tjáðu sig
um þörf fýrir aukið trúarlegt efni í fjölmiðum, ekki síst sjónvarpi, voru einkum
með börn og ungmenni í huga. Þá var einnig yfírgnæfandi meiri hluti svar-
enda, eða um það bil 70%, sammála þeirri fullyrðingu, sem fólk var beðið að
taka afstöðu til, að kristin trú ætti að vera liður í uppeldi barna á dagvistar-
stofnunum. Af sama toga er einnig sú niðurstaða að mikill meiri hluti er
hlynntur því að kristín fræði séu kennd í grunnskólum landsins, eða 35%
svarenda eru sáttír við óbreytt ástand í þeim efnum, 33% vilja auka hlut
kristinna fræða í skólakerfinu en aðeins 4% minnka hana.
161