Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 178
Studia theologica islandica
Eitt af þeim félagslegu og menningarlegu íyrirbærum, sem trúarlífsfélags-
fræðingar gefa hvað mestan gaum að, er „sekúlarisering“ eða afhelgun. Þetta
hugtak er notað til að lýsa flóknu og margþættu ferli þar sem um er að ræða
þverrandi ítök trúar í veraldlegum málefnum.2 Þegar um krisma trú er að ræða
hefur athygli einkum beinst að áhrifum kirkjunnar sem stofnunar á aðrar
stofnanir þjóðfélagsins, einkum uppeldis- og menntakerfi, en einnig efna-
hagskerfi og stjórnmálakerfi. Auðvelt er að sýna fram á að í vestrænum
þjóðfélögum samtímans hafa áhrif kirkjunnar farið þverrandi á þessum
vettvangi og eru ítök hennar allt önnur og minnni en fyrr á öldum hins
miðlæga kirkjuvalds.
Þessi ytri og jafnframt hin sýnilega hlið afhelgunar er hvergi nærri nóg til
skilnings á eðli og umfangi þeirrar þróunar sem orðið hefur. Djúpstæðari en
um leið ósýnilegri er sá þáttur sem höfðar til áhrifa afhelgunar á hugsunarhátt
manna, lífsviðhorf þeirra í víðasta skilningi, gildismat, viðhorf og skoðanir.
Þetta er hin innri eða ósýnilega hlið afhelgunar. Ahrifamáttur kristinnar trúar
er samkvæmt eigin skilningi fyrst og fremst undir því kominn að trúin sé hið
mótandi afl á þessum innra vettvangi lífsviðhorfa og gildismats, eða m.ö.o. ríkj-
andi þáttur í mótun þeirrar heimsmyndar sem menn hafa sér til viðmiðunar í
lífinu, jafnt í blíðu og stríðu.
Þegar ræða skal tengsl trúar og siðferðis, hversu sterk eða veik þau kunni
að vera, þá koma ekki síst til álita þau sjónarmið sem hér er drepið á. í þeim
rannsóknum, sem unnar hafa verið á þessu sviði, hefur komið í ljós að áhrifa
trúar á siðferðisviðhorf gætir mest á þröngu sviði einkasiðgæðis (privatmoral)
en því fjær sem dregur einkalífi manna og nær hinum opinbera vettvangi
þjóðfélagsmála, þ.e. samfélagsiðferði (social/public morality), því minnagædr
áhrifa trúarlegra viðhorfa. Vert er að gefa að því gaum að þessi þróun, hvað
varðar virk/óvirk tengsl á milli trúar og siðferðis, helst í hendur við víðtækari
og almennari þróun í þá átt að trúmálum er í auknum mæli fundinn staður á
vettvangi einkamála. Einkatrú kemur að miklu leyti í staðinn fyrir opinbert
trúarkerfi.
Afhelgun siðferðisins birtist samkvæmt fyrrsögðu því kannski fyrst og fremst
í þessari tilfærslu á áhrifamætti trúarinnar frá hinum opinbera, þjóðfélagslega,
vettvangi dl vettvangs einkalífsins. Skoðanir félagsfræðinga og annarra, sem um
þessi mál fjalla, eru mismunandi, svo sem vænta má. Þegar ræða skal tengsl
trúar og siðferðis, eða öllu heldur tengslarof í kjölfar afhelgunar, eru fáir sem
ganga eins langt og breski trúarlífsfélagsfræðingurinn Bryan Wilson. Hann
kemst svo að orði:
í kjölfar minnkandi trúaráhrifa, þótt skýringa sé víðar að leita, fylgdi upplausn innan
siðferðiskerfisins; „hið nýja siðferði" eða „lausung í siðferðismálum“ hélt innreið sína.
Aherslan á að gjöra skuli það eitt sem hverjum vel líkar var enn frekari vísbending um
2 Um afhelgun hafa m.a. skrifað K. Dobbelaere, D. Martin, Pétur Pétursson, B.Wilson o.fl.
176