Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 179
Trúarlíf Islendinga
að almenn samstaða um siðferði var að líða undir lok, fyrst meðal þjóða sem áður
kenndu sig við trú mótmælenda, síðan í lóndum sem enn teljast katólsk að nafninu til.
Tengsl á milli trúar og siðferðis höfðu verið sterk, en þegar trúin missti ítök sín virðist
sem óvissa í siðferðismálum hafi hlotið að fylgja sem óhjákvæmileg afleiðing...
Samstaðan er rofin, og ekki er lengur mögulegt að gera ráð fyrir opinberum stuðningi
við eitt tiltekið siðferðiskerfi.3
„Nýja siðferðið“, sem Wilson nefnir afrakstur þverrandi trúaráhrifa, birtist sem
óvissa í siðferðismálum, sem einkasiðgæði og sjálfdæmishyggja, - „doing your
own thing“ -, og því sem afstæðishyggja þar sem samstöðu um þjóðfélagslegt
gildi siðferðisreglna er ekki lengur til að dreifa. Hvað síðasta atriðið varðar má
bæta því við að áhrifa fjölhyggjunnar gætir í því efni vafalaust einnig, en að því
fyrirbæri skal nú vikið nokkrum orðum.
Sem sterkur orsakavaldur hinnar sýnilegu framvindu afhelgunar fylgir fjöl-
hyggja (plúralismi) sem á hinn bóginn endurspeglar róttækar, þjóðfélagslegar
breytingar er sífellt auka á fjölbreytileika félagsgerðar samfélagsins. Fjölhyggjan
rís á grunni samfélags sem er margbrotið, fjölþætt að allri gerð. Hún er
samkvæmt eðli sínu oft tengd afstœðishyggju í trúmálum og siðferðismálum.
Hvað trúmál varðar leiðir fjölhyggjan í raun til fjölgyðistrúar, ekki í hinni
kunnu merkingu þess hugtaks, eins og trúarbragðasagan greinir frá, heldur í
þeirri afstæðiskenndu merkingu að svo sé margt sinnið sem skinnið, svo mörg
trúin sem þjóðirnar, þjóðabrotin, ættkvíslirnar, sálirnar, eða m.ö.o. að menn
„sníði“ sér guði eftir eigin vexti. Niðurstaðan verður hin sama um örlög
trúarinnar hvort heldur málið er skoðað frá sjónarhóli aflielgunar eða
fjölhyggju, þ.e. einkatrú.
'— A sama veg má lýsa áhrifum fjölhyggjunnar á siðferði. Allar kröfur eða
væntingar um algildi eða almennt gildi siðferðisboða eiga í vök að verjast.
Afstæðishyggjan knýr á með þeim afleiðingum að siðferðiskerfið riðlast sem
ein samstæð heild og greinist í sundur í mörg tiltölulega óháð og iðulega næsta
ósamstæð kerfí.
Ahrif fjölhyggjunnar á siðferðið eru margvísleg og um leið margslungin.
Einna afdrifaríkust eru vafalaust þau að sem afleiðing fjölhyggjunnar riðlast
siðferðiskerfið sem ein samstæð heild. Hún er sundurgreinandi afl og ber með
því vitni uppruna síns sem afsprengi hinnar sundurgreindu samfélagsgerðar.
Siðferðiskerfið verður sundurgreiningunni að bráð, deilist í mörg næsta
sjálfstæð eða óháð kerfi, eftir því hvar á vettvangi samfélagsins þeim er ætlað
að gegna hlutverki sínu. Þannig mætti nefna nokkur kerfi sem heyrast nefnd
í almennri umræðu, svo sem stjórnmálasiðferði, viðskiptasiðferði, fjölmiðla-
siðferði, siðferði lífs og lækninga (bioethics, medical ethics), fjölskyldu- og
kynlífssiðferði o.s.frv. Vegna skírskotunar til almennrar umræðu má skjóta því
inn að oftar virðist sem haft sé á orði siðleysi fremur en siðgæði þegar eitthvert
þessara siðferðiskerfa ber á góma.
3 B. Wilson: Sama rit, bls. 86-87.
177