Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 180
Studia theologica islandica
Ein afleiðing sundurgreiningar siðferðisins sýnist vera sú að misháar
siðgæðiskröfur eru gerðar innan ólíkra kerfa. Sem dæmi þessa má nefna að svo
virðist sem strangari siðgæðiskröfur séu iðulega gerðar tíl manna í einkalífi eða
fjölskyldulífi en í viðskiptalífi. Þessi sundurgreining í mörg kerfi boðar þá að
því er ekki lengur til að dreifa að sömu siðgæðiskröfur séu látnar gilda fyrir
alla, alls staðar. Þar með er komið að öðru megineinkenni hins fjölgreinda,
„plúralistíska“ siðferðis að það hlýtur óhjákvæmilega að verða afstætt. Algildi
siðferðisboða og banna er hafnað og afstæði allra gilda verður þess í stað algilt.
Eins og áður segir eru áhrif fjölhyggjunnar á siðferðið margslungin og
óhjákvæmilega bera fýrrgreind ummæli vott um alhæfingar. Ahrifin eru vafa-
laust mismunandi mikil í hinum ólíku samfélögum og frá einu sviði til annars
innan eins og sama samfélags. A hinn bóginn má styðja það rökum, byggðum
á athugunum í þjóðlöndum þar sem afhelgunar og fjölhyggju gætír í ríkum
mæli, að áhrif á siðferðið verða með svipuðum hættí og hér hefur verið lýst,
með þeim fýrirvara um mismunandi sterk áhrif, sem nefndur hefur verið. I
þessu efni er vísað til hinnar svokölluðu evrópsku gildakönnunar en niður-
stöður hennar birtust m.a. í bókinni Contrasting Values in Westem Europe. Þar er
m.a. komist svo að orði um tengsl trúar og siðferðis:
Þótt tekið sé tillit til ólíkra trúarhátta þjóða og annarra þjóðlegra einkenna má segja fyrir
með mikilli nákvæmni hve sterkrar siðvendni eða á hinn bóginn hve mikils frjálslyndis
gætir á vettvangi siðferðis einkalífs og kynlífs með því að huga að því hversu sterk ítök
trúin á meðal íbúa þeirra.1
Hér er það siðferði einkalífs og kynlífs, sem um er rætt, og því haldið fram að
siðvendni (strictness) eða frjálslyndi (permissiveness) tengist öðru fremur
trúarsannfæringu.
Þá er og bent á að rekja megi tengsl milli þess hvers eðlis guðstrú manna
sé og hvort þeir aðhyllist afstæðis- eða algildishyggju í siðferðilegum málefnum.
Þær ólíku hugmyndir sem menn gera sér um guðdóminn hafa ekki einasta mikilvæg
áhrif á trúarleg viðhorf heldur einnig á siðferðisviðhorf. Trú á persónulegan guð fylgir
sú ályktun að siðferðisgildi séu algild. Afstæðishyggju, sem fleiri aðhyllast, er aftur á móti
líklegra að fmna meðal þeirra sem gera sér óljósar hugmyndir um guð, vita ekki hveiju
trúa skal, eða afneita tilvist guðs.4 5
Því sannfærðari sem menn eru í trú sinni á persónulegan guð, þeim mun
staðfastari eru þeir í þeirri skoðun sinni að til séu algild siðaboð, að siðgæðis-
grundvöllinn megi rekja til vilja guðs. Þar af leiðandi sé hann ekki háður ytri
aðstæðum, sögulegum, menningarlegum eða félagslegum. A hinn bóginn séu
4 S. Harding: Sama rit, bls. 17.
5 Sama rit, bls. 49.
178