Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 186
Studia theologica islandica
Tæplega helmingur svarenda, þ.e. 47%, er þeirrar skoðunar að rétt sé að leyfa
fóstureyðingar af félagslegum ástæðum, svo fremi skilyrði séu þrengd. Allstór
hópur manna, 27%, vill óbreytt ástand en um 15% telur rétt að banna fóstur-
eyðingar af áðurnefndum ástæðum. I könnun Hagvangs var einnig spurt um
fóstureyðingar af félagslegum ástæðum en með öðrum hætti. Þá varð
niðurstaðan þessi.
Tafla VII,5 Hversu sammála eða ósammála ertu að fóstur-
eyðingar séu leyfðar af félagslegum ástæðum? (n=804):
Mjög sammála 15
Nokkuð sammála 40
Nokkuð ósammála 22
Mjög ósammála 21
Veit ekki 2
100
(Heimild: Hagvangur 1984)
Sennilegt er að fyrirvari um að þrengja skilyrði, þótt fóstureyðingar væru
leyfðar af félagslegum ástæðum, skýri þann mun sem er á fjölda þeirra sem vilja
leyfa, 74%, og þeirra sem eru sammála, 55%. Hóparnir sem vilja bannax 15%,
og eru mjög ósammála, 21%, eru áþekkir að stærð en við því er að búast að
bannhópurinn sé fámennari, þar eð svarsskilmálar í fyrra tilvikinu eru ein-
hlítari og afdráttarlausari.
Samkvæmt báðum þessum könnunum er meiri hluti fyrir því meðal þjóðar-
innar að fóstureyðingar af félagslegum ástæðum séu leyfðar. Lítill minni hluti,
15%, vill banna þær. Meginniðurstaðan er þó sú að ekki er talið rétt að búa
við óbreytt ástand heldur sé rétt að þrengja skilyrðin.
I könnun Hagvangs var önnur spurning um fóstureyðingar þar sem fjórar
tilteknar ástæður, þar af ein læknisfræðileg, önnur erfðafræðileg og tvær
félagslegar voru nefndar.
184