Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 191
Trúarlíf íslendinga
í ólíkum siðferðisviðhorfum. Þetta gildir ekki einasta í afstöðu tíl fóstureyðinga
heldur einnig tíl fleiri siðferðismála, sem rædd verða hér á eftir. Þann mun sem
í ljós kemur hvað varðar fóstureyðingar má túlka sem svo að stuðningur við
kristin siðgæðisviðhorf sé greinilega minni meðal þeirra sem kveðast trúa á
sinn eigin persónulega hátt en hinna sem játa sig kristna. Einnig mættí orða
það svo að í fyrri hópnum séu meiri afstæðishyggjumenn en í þeim síðari. Er
það í góðu samræmi við trúarviðhorf þeirra sem öðru fremur mótast af
afstæðishyggju, trúa á sinn hátt, að þeir eru miklum mun mótfallnari banni,
13%, en kristni hópurinn. Um leið eru hinir sömu ólíkt ákveðnari fylgjendur
óbreytts ástands sem er sá kostur er felur í sér mest frelsi tíl sjálfsákvörðunar
einstaklingsins af þeim sem í boði eru. Aftur á móti er sáralítill munur á
hópunum tveimur hvað varðar þann valkost að leyfa en þrengja skilyrðin. Það
er reyndar sá kostur sem ekki einasta flestir velja heldur er mest innbyrðis
samstaða um í öllum hópunum.
Þeir sem kveðast trúa á sinn eigin persónulega hátt eru dæmigerðir fulltrúar
fjölhyggjutrúarviðhorfa. Þeir aðhyllast afstæðishyggju í trúarefnum er hefur
ótvíræð áhrif á siðferðisviðhorf þeirra. En þeir eru trúaðir á sinn hátt og er
álitamál að hve miklu leytí afhelgun lætur að sér kveða í trúar- og lífsviðhorfum
þeirra. Væntanlega er það af trúarlegum ástæðum að afstaða þeirra til fóstur-
eyðinga er talsvert frábrugðin því sem einkennir þá er hafna tilvist guðs. Hlut-
fallslega eru helmingi fleiri úr þeirra hópi fylgjandi banni en guðsafneitarar
og umtalsvert færri eru fylgjendur óbreytts ástands en þeir síðarnefndu.
Til þessa hafa viðhorf til fóstureyðinga verið skoðuð með hliðsjón af aldri,
kyni og trúarviðhorfum. Auk þessara breyta má ætla að menntun og stjórn-
málaviðhorf hafi áhrif á afstöðu fólks í þessu efni. I umfjöllun um evrópsku
gildakönnunina segir svo um nokkra megináhrifavalda á siðferðið:
Viðhorf manna til siðferðislegrar breytni reynast vera öðru fremur háð fjórum þáttum;
aldri, menntun, trúarviðhorfum og stjórnmálaskoðunum. Almennt skoðað eru það
hinir yngri, þeir sem meiri menntun hafa, þeir sem hneigjast til vinstri í stjórnmálum
og þeir sem lýsa sjálfum sér sem trúleysingjum eða guðsafneiturum, sem sýna mest
umburðarlyndi, fijálslyndi, í siðferðismálum.‘J
Almennt eru það aldur, menntunarstíg, trúar- og stjórnmálaviðhorf, sem setja
svip sinn á siðferðisviðhorfin, einkum þegar haft er í huga „umburðarlyndi“,
sem eins mætti nefna sveigjanleika eða afstæðishyggju. Þessi niðurstaða fær
ótvíræða staðfestíngu hvað varðar aldur og trú í sambandi við fóstureyðingar.
Eftír er að kanna tengsl við menntun og stjórnmálaviðhorf.
9 S. Harding o.fl.: Sama rit, bls.15.
189