Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 195
Trúarlíf íslendinga
Tafla VII, 12 Afstaða til framhjáhalds, aldur ogkyn:
Framhjáhald
18-24 25-34 35-44 45- 59 60-76 Allir
kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk
n= 68 67 74 79 69 77 60 79 42 72
I sjálfsv.
sett 22.1 9.0 35.1 21.5 36.2 19.5 23.3 11.4 14.3 5.6 27.5 13.6
Ef hjónab.
er ófars. 5.9 0.0 6.8 7.6 4.3 5.2 6.7 3.8 14.3 0.0 7.0 3.5
Ef tilf. eru
einlægar 5.9 7.5 1.4 3.8 4.3 10.4 1.7 11.4 2.4 2.8 3.2 7.2
Ekki að
líðast 57.4 68.7 52.7 60.8 42.0 59.7 56.7 67.1 50.0 77.8 51.8 66.6
Veit ekki 8.8 14.9 4.1 6.3 13.0 5.2 11.7 6.3 19.0 13.9 10.5 9.1
.100.1 100.1 100.1 100 99.8 100 100.1 100 100 100.1 100 100
Það kemur ótvírætt í ljós, að konur líta heitið um trúnað í hjónabandi miklu
alvarlegri augum en karlar. I þeim skilningi er ekki fjarri að nefna tvenns konar
siðgæði; eitt fyrir karla, annað fyrir konur. Hlutfallslega helmingi fleiri karlar
en konur merkja við valkostinn „í sjálfsvald sett“. Og rúmlega helmingur karla
en tveir þriðju kvenna telja framhjáhald ekki vera réttlætanlegt. Þá vekur það
athygli að yngstu konurnar, 18-24 ára, skera sig talsvert úr hópi kynsystra sinna
í næsta aldurshópi. Einungis 9% þeirra velja valkostinn „í sjálfsvald sett“ en
21.5% á aldrinum 25-34 ára. 70% þeirra yngstu merkja við svarið „ekki að
líðast“. Aðeins elstu eru að hærri hundraðshluta gegn hjúskaparbrotum. Þessa
sérstöðu yngstu kvennanna má e.t.v. túlka þannig að þær geri sér rómantískari
hugmyndir um hjónabandið en þær kynsystur þeirra er þegar hafa hlotíð
umtalsvert lengri reynslu af hjónabandinu. Hóparnir 25-34 ára og 35-44 ára
sýna mest umburðarlyndi, ef það er rétta orðið, í viðhorfi til framhjáhalds.
Gildir það jafnt um karla og konur þótt á milli kynjanna gæti þar sama mis-
munar og fram kemur í heild á milli karla og kvenna. Ekki er fráleitt að ætla
að innan þessara aldurshópa sé jafnframt helst að finna þá sem iðka fram-
hjáhald. Enn sem fyrr má reikna með að áhrifa fjölhyggjusiðferðis og
sjálfdæmishyggju verði þarna vart. Hin svonefnda 68 kynslóð, sem er á þessu
aldursskeiði, var um margt boðberi nýs gildismats jafnframt því sem hefð-
bundnum „kristílegum“ siðgæðisviðhorfum var hafnað, svo eðlilegt er að hér
gætí áhrifa hennar.
Meginniðurstaða í þessari athugun með hliðsjón af aldri og kyni er sú að
viðhorf tíl framhjáhalds séu í mun ríkara mæli kynbundin en aldursbundin.
Að lokum má benda á að konur meta þátt tilfmninga í nánum persónulegum
samskiptum kynjanna meira en karlar, sbr. einkum aldurshópana 35-44 ára og
193