Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 199
Trúarlíf íslendinga
Kynmök ógiftra
I þessari könnun var lögð fyrir önnur spurning er varðar siðferði kynlífs.
Spurningin var svohljóðandi:
Tafla VII, 17 Hver er skoðun þín á kynmökum ógifts fólks?
Slíkt er hverjum og einum sem hefur aldur
til í sjálfsvald sett og ekkert við því að segja Það er í lagi þegar viðkomandi aðilar bera 52.1
einlægar tilfinningar tíl hvors annars og eru í eða stefna að varanlegu sambandi 37.5
Það ætti aldrei að koma fyrir og ekki að líðast 1.8
Annað 1.8
Veit ekki 4.2
Svar vantar 2.5
99.9
Þessi svör koma ekki á óvart þegar haft er í huga hversu óvígð sambúð er
almenn hér á landi. Fæðing barna utan hjónabands gefur örugga vísbendingu
í því efni. A fimm árum, á árabilinu 1981-1985, fæddust 45% barna hér á landi
utan hjónabands. Frumburðafæðingar taka og af allan vafa um að kynmök
ógiftra eru regla fremur en undantekning. A sama árabili, 1981-1985, fæddust
76% frumburða utan hjónabands. Þetta eru staðreyndir sem tala sínu máli um
það að náið samband ógiftra þyki ekki siðferðilega ámælisvert hér á landi. Eins
og fýrr greinir töldu rétt innan við 90% í könnun Hagvangs að það væri „í lagi“
að kona eignaðist barn sem einstæð móðir enda þótt hún óskaði ekki eftir því
að bindast karlmanni varanlegum böndum. Sérstaða Islendinga í þessu efni
reyndist vera mjög mikil, en „aðeins“ 50% voru sömu skoðunar á hinum
Norðurlöndunum.
I þessari könnun var spurt með öðrum hætti. En það fer ekki á milli mála
að niðurstaðan er af sama toga. Meiri hlud svarar því tíl að best fari á því að
einstaklingnum sé falið sjálfdæmi í máli sem þessu. En það er jafnframt stór
hópur manna, nokkuð innan við 40%, sem velur þann kost að takmarka frelsi
í kynlífi við náið tílfmningasamband á milli karls og konu. Búast má við skörun
milli þessara tveggja hópa, en samt er full ástæða til að ætla að munur sé á
viðhorfum þeirra sem aðhyllast „frjálst kynlíf' og annarra sem vilja setja því
sambúðarskorður, þótt um hjónaband sé ekki að ræða. Það er svo enn annað
mál að oft er til að dreifa ytri þrýstíngi á ungt fólk í sambúð að festa ráð sitt
með því að ganga í hjónaband. Sá þrýstíngur fer þó dvínandi sem m.a. má ráða
af því að giftíngum hefur fækkað verulega hér á landi á undanförnum árum,
eða um 30% á milli árabilanna 1971-1975 og 1981-1985. Óvígð sambúð nýtur
197