Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 205
Trúarlíf Islendinga
Það dylst ekki að af því fólki sem afstöðu tekur er það mikill meiri hluti sem
telur að trú veiti því styrk til að takast á við vandamál daglega lífsins. Tæplega
50% eru sammála staðhæfingunni en um það bil 14% ósammála. Vert er að
gefa að því gaum að hér er það trúin óskilgreind, „trú mín“, sem um er að
ræða. Nánari vitneskju um þá trú er að finna í töflu hér á eftir, þar sem svörin
eru skoðuð í ljósi trúarafstöðu.
Aldur skiptir miklu í þessu máli. I yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, eru
18,2% alvegsammála en 51,7% í þeim elsta, 60-76 ára og eldri. Þá er einnig
greinilegur munur á körlum og konum og sem fyrr skiptir trúin mun meira
máli fyrir konur en karla. 33,7% kvenna eru a/uegsammála en 23,3% karla. Þá
sem eru algerlega ósammála er að finnajafnt á meðal karla og kvenna í yngsta
aldurshópnum og sker sá hópur sig mjög úr með tæp 28% algerlega
ósammála.
Menntun hefur lítil áhrif. 30,2% með skyldunám eru alveg sammála en
32,2% þeirra sem hafa stúdentspróf eða aðra framhaldsmenntun. Helst kemur
fram munur á meðal þeirra sem eru algerlega ósammála. Með skyldunám að
baki eru 8,2% algerlega ósammála en 13,9% þeirra sem hafa lengsta
skólagöngu.
Samkvæmt eðli málsins hefur trúarafstaða mjög eindregin áhrif á hvernig
menn bregðast við ofangreindri staðhæfingu. Eftirfarandi tafla sýnir það vel.
Tafla VII,24 Trú mín gefur svör.. . eftir trúarafstöðu:
Trúlaus Veit ekki Einkatrú Játa kristna trú
n= 31 41 245 196
Alveg sammála 3.2 17.1 26.5 40.8
Fremur sammála 6.5 17.1 32.2 33.7
Oviss 9.7 34.1 23.7 20.9
Frekar ósammála 6.5 12.2 8.2 2.6
Algerlega ósammála 74.2 19.5 9.4 2.0
100.1 100 100 100
Taflan sýnir að menn eru sjálfum sér samkvæmir, þegar þeir taka afstöðu til
þessa máls. Um það bil 75% þeirra sem játa kristna trú eru sammála
staðhæfingunni en 80% trúlausra eru ósammála, 74% algerlega. En innbyrðis
munur er einnig umtalsverður á milli þeirra sem trúa. Þar munar u.þ.b. 15
prósentustigum hvað þeir sem játa kristna trú eru sannfærðari um gildi trúar
sinnar fyrir siðferisstyrkinn en þeir sem trúa á sinn eigin persónulega hátt.
Gildi trúarinnar fer með öðrum orðum minnkandi hvað varðar siðferðilega
leiðsögn eftir því sem „innihald" trúarinnar verður sundurleitara og marg-
ræðnara og eins og af líkum lætur hefur trúin þeim mun minna gildi sem
trúleysi er meira.
203