Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 224
Studia theologica islandica
fríkirkjusöfnuði, eða 21 að tölu. Þá voru 6 katólikkar í úrtakinu og 11 í öðrum
söfnuðum. Ef þeir sem heyra til þjóðkirkjunni eru bornir saman við þá sem eru
utan hennar,6eftir því hvort þeir telji sig eiga samleið með henni eða ekki, lítur
taflan þannig út:
Tafla Vin, 18 Samleið með þjóðkirkjunni eftir því hvort menn
tilheyra henni eða ekki:
Iþjk. Ekki í þjk.
n= Samleid með þjk. 620 32
mikla 16 16
nokkra 53 25
litla 24 34
ekki nokkra 7 25
100 100
Sá hópur sem er í utanþjóðkirkjusöfnuðum og tók afstöðu til þessarar spurn-
ingar var að vísu mjög lítill, aðeins 32. Það er því hæpið að vera með beinan
samanburð á prósentutölum, en vissulega er það merkilegt að hlutfallstala
þeirra sem telja sig eiga mikla samleið með kirkjunni skuli vera sú sama meðal
þeirra sem heyra til þjóðkirkjunni og hinna sem eru í söfnuðum utan hennar.
Hér ber þó þess að gæta að þeir sem telja sig eiga einhverja samleið með
þjóðkirkjunni eru mun fleiri meðal manna innan hennar en hinna. Samanlagt
eru þeir sem umtalsverða samleið eiga með kirkjunni um 70% af þeim
fyrrnefndu en um 40% þeirra síðarnefndu. Þessar tölur eru þó ákveðin
vísbending um hið þjóðfélagslega og/eða þjóðernislega hlutverk kirkjunnar
sem endurspeglast á sinn hátt í þjóðríkistrú þegnanna, hver sem afstaða þeirra
er til trúar í hefðbundnum skilningi.
Þrátt fyrir viðleitni til að skilgreina hugtakið „þjóðríkistrú“ og þær tölulegu
vísbendingar, sem hér hafa verið kunngerðar, er hugtakið enn mjög óljóst og
erfitt að afmarka það nákvæmlega miðað við íslenskar aðstæður, jafnvel svo að
e.t.v. reyndist það ekki nothæft ef á reyndi í ítarlegri rannsókn. Þessar vanga-
veltur sýna þó að félagsleg staða þjóðkirkjunnar og væntingar til hennar eru
margvíslegar og alls ekki eingöngu trúarlegar í hefðbundnum skilningi þess
orðs. Það er því ekki að furða þó að oft beri á góma, bæði meðal starfsmanna
kirkjunnar og annarra, að hún þurfi að endurskoða starfshætti sína og efla og
skýra sjálfsímyndina. Sá hópur sem ber hag þjóðkirkjunnar fyrir brjósti sem
sérstakrar stofnunar með aðgreinanalegt markmið og takmark og vill efla sjálf-
stæði hennar til þess að ná því er um 15% þjóðarinnar. En tilhugsunin um að
6 I könnuninni var ekki spurt beint hverjir væru utan allra safnaða, og er því ekki hægt að
sjá af svörunum hverjir það voru. Miðað við hlutfall þjóðarinnar ættu það að hafa verið
um 10 manns í úrtakinu.
222