Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 233
Trúarlíf íslendinga
kirkjunnar til umheimsins segir hann m.a.: „Kirkjan á að vera opin til þess að
aðlaga starfsemi sína breyttum þjóðfélagsháttum“.5 6
Sá kirkjuskilningur, sem hér birtist, fellur ágæta vel að skilgreiningu
Troeltsch og er í samræmi við þær hugmyndir um kirkjuna sem þjóðkirkju að
hún skuli vera öllum opin, einnig fyrir umheiminum sem er breytingum
undirorpinn.
Starfsemi annarra kristinna trúfélaga en þjóðkirkjunnar setur og svip á
trúarlíf og trúarhætti hér á landi. Hún ber, þó í mismunandi ríkum mæli,
greinileg einkenni þeirrar gerðar trúfélaga, sem Troeltsch nefnir sect,
sértrúarfélag. Þar „fæðast“ menn ekki inn í trúfélagið, eins og stundum er sagt
um þjóðkirkjuna, heldur „endurfæðast“. Persónulegt afturhvarf til trúar er gert
að skilyrði fyrir inngöngu, undirstrikað með sínum hætti með skírn fullorðinna
og strangar kröfur um guðhræðslu og góða siði eru iðulega settar.
Erfitt kann að reynast að henda reiður á því sem Troeltsch nefnir mysticism
, hér þýtt sem dulhyggja. En af skilgreiningu hans má ráða að margt sé þar líkt
með því sem hér hefur verið auðkennt sem einkatrú, sbr. ummæli hans um
fráhvarf frá formföstu tilbeiðslu- og kennisetningakerfi til eindreginnar
persónubundinnar trúarafstöðu og tileinkunar. Það fylgir gjarnan þessari
trúarafstöðu að menn finna ekki þörf hjá sér til að deila trú sinni með öðrum.
Þar af leiðir að heldur ekki verður þörf fyrir „samfélag trúaðra" hvort heldur
er í „kirkju" eða „sértrúarsöfnuði“.
I ljósi flokkunar Troeltsch og skipan manna í trúfélög samkvæmt henni er
ekki úr vegi að huga á ný að spurningunni um kristna trúarafstöðu Islendinga.
Ein leið til að svara þeirri spurningu gæti einmitt verið sú að gæta að því frá
hvaða sjónarhorni spurt er og svarað. Það sjónarhorn er nefnilega mjög
mismunandi og fer ekki svo lítið eftir því hver kirkjuskilningurinn er.
Þjóðkirkjuhugtakið er ekki einasta tölfræðilegt eða félagsfræðilegt hugtak,
notað í því skyni að ná tölu yfir þá sem eru fylgjendur kristinnar trúar, heldur
býr þar að baki sá guðfræðilegi skilningur á eðli kirkjunnar að hún sé kirkja
allra, þ.e. „þjóðarinnar", vegna þess - og aðeins vegna þess - að óverðskulduð
náð guðs standi öllum mönnum til boða. Og vegna þess að naö guðs er öllum
opin boða talsmenn þjóðkirkjunnar að kirkjan sé öllum opin. Dr. Gunnar
Kristjánsson flutti fyrirlestur um safnaðaruppbyggingu á prestastefnu 1989. Þar
segir hann m.a.:
Þjóðkirkjan er það fyrirkomulag sem best hæflr lútherskum skilningi á guðfræði og
kirkju. Þar liggur meginhugtak lútherskrar guðfræði til grundvallar: réttlæting af trú,
þar sem náðin stendur öllum til boða án endurgjalds af mannsins hálfu (Agsbor-
garjátningin kafli IV (magnus consensus)). Þjóðkirkjan er „öllum opin“.''
5 Sama rit, bls. 19.
6 Gunnar Kristjánsson: Safnadaruppbygging, fjölrit 1989, bls. 6.
231