Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 9

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 9
Sérkenni kristindómsins Gunnlaugur A. Jónsson Inngangsorð Með því að birta samkeppnisritgerð dr. Björns Magnússonar, prófessors, Sérkenni kristindómsins frá árinu 19361 í Ritröð Guðfræðistofnunar er enn aukið á Qölbreytnina í efnisvali Ritraðarinnar. Má jafnvel vænta þess að birting hennar marki upphafið að eins konar safni til sögu guð- fræðinnar innan Ritraðarinnar, en ritgerðin er tvímælalaust merk heimild um sögu íslenskrar guðfræði. Dr. Björn Magnússon er fæddur að Prestsbakka á Síðu 17. maí 1904. Foreldrar hans voru hjónin Magnús prófastur Bjarnarson og Ingibjörg Brynjólfsdóttir prests í Vestmannaeyjum Jónssonar. Björn lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og embættisprófi frá guð- fræðideild Háskóla íslands í febrúar 1928. í maí sama ár var hann vígður aðstoðarprestur föður síns að Prestsbakka, en veitt Borg á Mýrum í júlí árið eftir. Hann var á stúdentsárum sínum einn af útgefendum tímaritsins Strauma, sem hóf að koma út snemma árs 1927 og kom út til ársloka 1930. Nafnið gefur til kynna markmið ritsins. Það átti að veita ferskum og frjóvgandi straumum inn í kirkjuna. Þeir ungu menn sem að ritinu stóðu voru fylgismenn nýguðfræðinnar eða frjálslyndu guðfræðinnar, eins og hún var stundum nefnd. Björn var mótaður af þessari guð- fræðistefnu og þótti róttækur guðfræðingur á sínum yngri ánim. Ég held hins vegar að Einar Sigurbjömsson prófessor hafi hitt naglann á höfuðið er hann komst þannig að orði í afmælisgrein um Björn: „En frjálslyndi var ekki innantómt flokksmerki á störfum prófessors Björns, heldur um- fram allt lyndiseinkunn hans. Hann staðnaði ekki sem guðfræðingur, heldur hélt áfram að spyrja spurninga og taka stefnur og skoðanir til endurskoðunar á grundvelli nýrra svara.“2 Björn var síðar ritstjóri Kirkjublaðsins seinni hluta árs 1934 og skrifaði talsvert í bæði þessi rit. 1 Hér er um að ræða ritgerð, sem samin var vegna samkeppni þeirrar sem efnt var til meðal umsækjenda um dósentsstöðu í guðfræði eftir að Sigurður P. Sívertsen (1868- 1938), prófessor, sagði af sér embætti sínu við guðfræðideildina í ágústmánuði 1936 sökum heilsubrests. Dómnefnd kómst að þeirri niðurstöðu að Bjöm Magnússon hefði í ritgerð sinni „sýnt mikla yfirburði“ fram yfir keppinauta sína, þá sr. Benjamín Kristjánsson og sr. Sigurð Einarsson. Haraldur Guðmundsson, kennslumálaráð- herra, vildi hins vegar ekki una þessari niðurstöðu dómnefndarinnar og fékk kunnan sænskan guðfræðing, Anders Nygren, til að dæma samkeppnisritgerðimar að nýju. Komst Nygren að þeirri niðurstöðu að sr. Sigurður væri hæfastur. Á gmndvelli þess dóms skipaði ráðherra séra Sigurð í embættið. Leiddi þessi gjörð ráðherra til mikilla mótmæla og deilna. Meðal heimilda um það mál skal bent á ritgerð Kolbeins Þorleifs- sonar, „Et kortfattat overblick over forholdet mellem kristendomen och sosialismen i Island 1925-1935 tillige med 'docentssagens' (1936-38) tilknyming hertíl" sem birtist í bókinni Religion och kyrka i 1930-talets sociala kris. Nordiska kyrkohistorikermötet i Uppsala 1974. Anföranden och rapporter. Uppsala 1976. 2 Einar Sigurbjömsson í afmælisgrein um Bjöm í Morgunblaðinu 17. maí 1984. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.