Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 9
Sérkenni kristindómsins
Gunnlaugur A. Jónsson
Inngangsorð
Með því að birta samkeppnisritgerð dr. Björns Magnússonar, prófessors,
Sérkenni kristindómsins frá árinu 19361 í Ritröð Guðfræðistofnunar er
enn aukið á Qölbreytnina í efnisvali Ritraðarinnar. Má jafnvel vænta þess
að birting hennar marki upphafið að eins konar safni til sögu guð-
fræðinnar innan Ritraðarinnar, en ritgerðin er tvímælalaust merk heimild
um sögu íslenskrar guðfræði.
Dr. Björn Magnússon er fæddur að Prestsbakka á Síðu 17. maí 1904.
Foreldrar hans voru hjónin Magnús prófastur Bjarnarson og Ingibjörg
Brynjólfsdóttir prests í Vestmannaeyjum Jónssonar. Björn lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og embættisprófi frá guð-
fræðideild Háskóla íslands í febrúar 1928. í maí sama ár var hann vígður
aðstoðarprestur föður síns að Prestsbakka, en veitt Borg á Mýrum í júlí
árið eftir. Hann var á stúdentsárum sínum einn af útgefendum tímaritsins
Strauma, sem hóf að koma út snemma árs 1927 og kom út til ársloka
1930. Nafnið gefur til kynna markmið ritsins. Það átti að veita ferskum
og frjóvgandi straumum inn í kirkjuna. Þeir ungu menn sem að ritinu
stóðu voru fylgismenn nýguðfræðinnar eða frjálslyndu guðfræðinnar,
eins og hún var stundum nefnd. Björn var mótaður af þessari guð-
fræðistefnu og þótti róttækur guðfræðingur á sínum yngri ánim. Ég held
hins vegar að Einar Sigurbjömsson prófessor hafi hitt naglann á höfuðið
er hann komst þannig að orði í afmælisgrein um Björn: „En frjálslyndi
var ekki innantómt flokksmerki á störfum prófessors Björns, heldur um-
fram allt lyndiseinkunn hans. Hann staðnaði ekki sem guðfræðingur,
heldur hélt áfram að spyrja spurninga og taka stefnur og skoðanir til
endurskoðunar á grundvelli nýrra svara.“2 Björn var síðar ritstjóri
Kirkjublaðsins seinni hluta árs 1934 og skrifaði talsvert í bæði þessi rit.
1 Hér er um að ræða ritgerð, sem samin var vegna samkeppni þeirrar sem efnt var til
meðal umsækjenda um dósentsstöðu í guðfræði eftir að Sigurður P. Sívertsen (1868-
1938), prófessor, sagði af sér embætti sínu við guðfræðideildina í ágústmánuði 1936
sökum heilsubrests. Dómnefnd kómst að þeirri niðurstöðu að Bjöm Magnússon hefði
í ritgerð sinni „sýnt mikla yfirburði“ fram yfir keppinauta sína, þá sr. Benjamín
Kristjánsson og sr. Sigurð Einarsson. Haraldur Guðmundsson, kennslumálaráð-
herra, vildi hins vegar ekki una þessari niðurstöðu dómnefndarinnar og fékk kunnan
sænskan guðfræðing, Anders Nygren, til að dæma samkeppnisritgerðimar að nýju.
Komst Nygren að þeirri niðurstöðu að sr. Sigurður væri hæfastur. Á gmndvelli þess
dóms skipaði ráðherra séra Sigurð í embættið. Leiddi þessi gjörð ráðherra til mikilla
mótmæla og deilna. Meðal heimilda um það mál skal bent á ritgerð Kolbeins Þorleifs-
sonar, „Et kortfattat overblick over forholdet mellem kristendomen och sosialismen i
Island 1925-1935 tillige med 'docentssagens' (1936-38) tilknyming hertíl" sem birtist
í bókinni Religion och kyrka i 1930-talets sociala kris. Nordiska kyrkohistorikermötet
i Uppsala 1974. Anföranden och rapporter. Uppsala 1976.
2 Einar Sigurbjömsson í afmælisgrein um Bjöm í Morgunblaðinu 17. maí 1984.
7