Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 26

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 26
Bjöm Magnússon hugmyndum, og hafi Páll ekki þurft annað en að fella nafn Jesú inn í það fræðikerfi, sem þegar var til (Weinel; Paulus). Slík kenning stenst ekki gagnrýni. Páll er í mörgum atriðum frumlegur í kenningum sínum um Krist, og sá frumleiki er ekki sprottinn af heilabrotum, heldur af reynslu, enda þótt það umhverfi, sem hann var runninn úr, hafi að sjálfsögðu sett svip sinn á framsetningu hans. Páll hefur það sameiginlegt með fyrstu kristnu söfnuðunum, að hann prédikar fyrst og fremst hinn krossfesta og upprisna drottin Jesú Krist. „Ég ásetti mér, að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist, og hann krossfestan” (I.Kor. 2,2). Og mikið af prédikun hans snýst um það, hvernig það geti staðist, að Messías skuli hafa orðið að líða kvalir og smánardauða. En við Damaskus er eins og honum opnist skilningur á þessu. Hann sér Krist í himneskum dýrðarljóma. Hann vissi upp frá því, að Jesús var hinn fyrirheitni Messías. Og honum tókst að gera sér grein fyrir þessu. ísraelsþjóðin hafði brugðist. Mannkynið, sem átti uppruna sinn frá Adam, var fallið og spillt allt frá honum. Lögmálið hafði reynst mönnunum um megn. Því varð Kristur að koma til að verða höfundur nýs mannkyns, sem væri ekki undir lögmáli. En til þess að það mætti verða, varð hann að kaupa það undan bölvun lögmálsins. Það gerði hann með því að ganga sjálfur undir smánardauða. En fullkomnun þess verks var þó upprisan og innganga hans til þeirrar dýrðar, sem hann hafði áður búið í. „Þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli, til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli svo að vér fengjum sonarréttinn” (Gal. 4,4). „En ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar” (I. Kor. 15,17, sbr. Fil. 2,6-11). Fortilvera Krists, sem aðeins kemur óljós fram frá fyrstu söfnuðunum, er orðin ákveðinn liður í kristfræði Páls. Hann er í augum hans fyrst og fremst hinn guðlegi, dýrðlegi drottinn, sem um stundarsakir gerðist fátækur vor vegna, svo að vér auðguðumst af fátækt hans. Svo er talið af mörgum, að hér hafi Páll mótað skoðun sína eftir austurlenskum goðsögnum um frummanninn, hina guðlegu ljósveru, sem gengur í gegnum myrkur dauðans til þess að verða upphaf nýs heims og nýs mannkyns. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt, að þessar sagnir voru mjög útbreiddar með samtíð Páls (RGG . I. 1601, V. 1416). Aðrir mæla á móti því að um nokkur slík áhrif sé að ræða hjá Páli. „Það má örugglega fullyrða það, að hann notfærir sér engar hugmyndir, sem ekki hafa sprottið upp af hans eigin reynslu af hinum upprisna Kristni, og að hugsun hans stjórnast ekki af aðfengnu efni. Jafnvel þótt finna megi hliðstæður við orðalag hans í hinni hellenistisku Spekibók og hinni apokalyptisku Enoksbók, þá er það úr hvorugri þessari heimild, heldur af heildarskilningi hans á Kristi í dýrðinni, sem hann hefur kenningu sína um eilífa fortilveru sonarins. Sú kenning hafði fyrir honum sitt eigið, sjálfstæða gildi, laust við grískt hugmyndaflug eða gyðinglega hugsun” (Fairweather, bls, 320n, sbr. Mack. J.Chr. bls. 52, Bang, bls. 71nn, einkum neðanmálsgreinina). 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.