Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 58
Bjöm Magnússon þeim er þó tekið án efagirni (undantekning: Jóh. 20,25). Hið eina, sem menn efast um, er að krafturinn sé frá Guði (Mk. 3,22). Kraftaverk munu hafa fylgt kristindómnum lengst af. Sérstaklega er getið um kraftaverk í sambandi við helga menn og píslarvotta, einkum að þeim látnum. Var sú trú sterk í kaþólsku kirkjunum, og er það enda enn. Meðan menn þekktu ekki nein algild náttúrulögmál, áttu þeir ekkert erfitt með að gera sér grein fyrir kraftaverkunum. í frumkristninni á dögum Jesú má segja, að þau hafi verið einn þáttur í heimsskoðuninni, og þannig er það enn meðal frumþjóða. En síðar tóku menn að reyna gera sér skynsamlega grein fyrir því, hvemig þau gerðust. Fyrstu tilraun þess sjáum vér hjá Augústínusi. Hann segir: Kraftaverk gerast ekki gegn náttúrunni, heldur aðeins gegn þeirri náttúru, sem vér þekkjum. Öll náttúran er svið vilja Guðs. Guð getur ekki gert neitt í mótsögn við sjálfan sig, því verða kraftaverkin ekki gegn náttúrunni. Albert mikli og Tómas Aquinas koma með aðra skýringu, sem hefur orðið ofaná í kirkjunni, bæði hinni kaþólsku og mótmælenda kirkjunum. Guð framkvæmir kraftaverk á þann hátt, að fyrst upphefur hann náttúm- lögmálin, síðan gerir hann kraftaverkið, og loks setur hann náttúrulög- málin í samt lag aftur. Kraftaverkin gerast þannig utanvið lög náttúmnnar (praeter ordinem naturae), án meðalgöngu, beint fyrir kraft Guðs (sine causis secundis). Þessi skoðun hefur ekki getað staðist gagnrýni náttúruvísindanna. Það er ekki hægt að greina, hvað sé gagnstætt lögum náttúrunnar og hvað ekki, því náttúmlögmálin em sífellt að koma betur og betur í ljós, og margt það, sem áður var talið gagnstætt lögum náttúmnnnar, reynist nú vera fyllilega náttúrlegt. Og frá sjónarmiði kristilegrar guðstrúar er þessi skýring á kraftaverkum jafn-fjarstæð. Guð er andleg og siðferðileg vera. Eintómur kraftur út af fyrir sig þarf ekki að bera neinn vott um Guð, föður Jesú Krists, hinn kærleiksríka, sem frelsar sálirnar. „Hversu miklu sem máttur hins ytra, einbera kraftar kann að koma til leiðar — eitt megnar hann ekki: að yfirbuga vilja mannanna og frelsa þá undan yfirdrottnun eigingirninnar”(Aulén, 132). Það, að rjúfa lög náttúmnnar, hefur út af fyrir sig ekkert trúarlegt gildi fyrir kristinn mann. „Því að kraftaverkin (sem frávikning frá náttúmlögmálunum) geta ekki verið fyrir hann sterkari sannanir fyrir mætti og kærleika Guðs, enginn greinilegri vitnisburður um hina lifandi starfsemi Guðs í heiminum, heldur en þeir viðburðir í heiminum, sem gerast samkvæmt hinni venjulegu niðurskipun náttúrunnar” (Wendt bls. 162). Guð er ekki gjörráður Guð, heldur stjómast allt af þeim kærleiksvilja, sem upphaflega skóp veröldina, slíka sem hún er. Af þessu leiðir ekki, eins og sumir hafa viljað vera láta, bæði heimsspekingar (Spinoza,) vísindamenn (Hume, af sögulegum rökum, efnishyggjan) og guðfræðingar (Bauer, Strausz), að kraftaverk hafa ekki gerst og gerast ekki, heldur, að þau gerast „eftir 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.