Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 58
Bjöm Magnússon
þeim er þó tekið án efagirni (undantekning: Jóh. 20,25). Hið eina, sem
menn efast um, er að krafturinn sé frá Guði (Mk. 3,22).
Kraftaverk munu hafa fylgt kristindómnum lengst af. Sérstaklega er
getið um kraftaverk í sambandi við helga menn og píslarvotta, einkum að
þeim látnum. Var sú trú sterk í kaþólsku kirkjunum, og er það enda enn.
Meðan menn þekktu ekki nein algild náttúrulögmál, áttu þeir ekkert
erfitt með að gera sér grein fyrir kraftaverkunum. í frumkristninni á
dögum Jesú má segja, að þau hafi verið einn þáttur í heimsskoðuninni, og
þannig er það enn meðal frumþjóða. En síðar tóku menn að reyna gera
sér skynsamlega grein fyrir því, hvemig þau gerðust. Fyrstu tilraun þess
sjáum vér hjá Augústínusi. Hann segir: Kraftaverk gerast ekki gegn
náttúrunni, heldur aðeins gegn þeirri náttúru, sem vér þekkjum. Öll
náttúran er svið vilja Guðs. Guð getur ekki gert neitt í mótsögn við
sjálfan sig, því verða kraftaverkin ekki gegn náttúrunni. Albert mikli og
Tómas Aquinas koma með aðra skýringu, sem hefur orðið ofaná í
kirkjunni, bæði hinni kaþólsku og mótmælenda kirkjunum. Guð
framkvæmir kraftaverk á þann hátt, að fyrst upphefur hann náttúm-
lögmálin, síðan gerir hann kraftaverkið, og loks setur hann náttúrulög-
málin í samt lag aftur. Kraftaverkin gerast þannig utanvið lög
náttúmnnar (praeter ordinem naturae), án meðalgöngu, beint fyrir kraft
Guðs (sine causis secundis).
Þessi skoðun hefur ekki getað staðist gagnrýni náttúruvísindanna. Það
er ekki hægt að greina, hvað sé gagnstætt lögum náttúrunnar og hvað
ekki, því náttúmlögmálin em sífellt að koma betur og betur í ljós, og
margt það, sem áður var talið gagnstætt lögum náttúmnnnar, reynist nú
vera fyllilega náttúrlegt. Og frá sjónarmiði kristilegrar guðstrúar er þessi
skýring á kraftaverkum jafn-fjarstæð. Guð er andleg og siðferðileg vera.
Eintómur kraftur út af fyrir sig þarf ekki að bera neinn vott um Guð,
föður Jesú Krists, hinn kærleiksríka, sem frelsar sálirnar. „Hversu miklu
sem máttur hins ytra, einbera kraftar kann að koma til leiðar — eitt
megnar hann ekki: að yfirbuga vilja mannanna og frelsa þá undan
yfirdrottnun eigingirninnar”(Aulén, 132). Það, að rjúfa lög náttúmnnar,
hefur út af fyrir sig ekkert trúarlegt gildi fyrir kristinn mann. „Því að
kraftaverkin (sem frávikning frá náttúmlögmálunum) geta ekki verið
fyrir hann sterkari sannanir fyrir mætti og kærleika Guðs, enginn
greinilegri vitnisburður um hina lifandi starfsemi Guðs í heiminum,
heldur en þeir viðburðir í heiminum, sem gerast samkvæmt hinni
venjulegu niðurskipun náttúrunnar” (Wendt bls. 162). Guð er ekki
gjörráður Guð, heldur stjómast allt af þeim kærleiksvilja, sem upphaflega
skóp veröldina, slíka sem hún er. Af þessu leiðir ekki, eins og sumir hafa
viljað vera láta, bæði heimsspekingar (Spinoza,) vísindamenn (Hume, af
sögulegum rökum, efnishyggjan) og guðfræðingar (Bauer, Strausz), að
kraftaverk hafa ekki gerst og gerast ekki, heldur, að þau gerast „eftir
56