Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 61
Sérkenni kristindómsins
hneigðust aftur að henni. En ella varð ofaná skyndisköpunarkenningin
(creatianismus), sem hélt því fram, að Guð skapaði hverja sál jafnótt og
fóstrið lifnaði í móðurlífi.
Þessar kenningar hafa í rauninni enga trúarlega þýðingu, auk þess sem
þær eru bollaleggingar um hluti, sem litlar líkur eru til að verði nokkurn
tíma innan sviðs mannlegrar þekkingar. Spurningin um uppruna
mannsins, hvort heldur er líkama hans eða sálar, hlýtur að vera
viðfangsefni náttúruvísindanna, en ekki guðfræðinnar.
Að maðurinn á allan uppruna sinn frá Guði, það er sú
grundvallarvissa, sem kristindómurinn byggir á allt mat sitt á manninum,
eðli hans og tílgangi. Þess vegna eru kenningar vísindanna og frásögnin í
Genesis I. um uppruna mannsins ekkert vandamál frá trúarlegu
sjónarmiði, og engin þörf að reyna að samræma þær eða hnekkja öðru
hvoru. Vér lítum á hvoru tveggja sem tilraunir mismunandi tíma til að
skýra hið sama fyrirbrigði, og báðar geta vakið sömu trúartilfinningar.
„Einmitt hinir reglulegu, lögbundnu viðburðir í heiminum eru verkanir
Guðs. Þess vegna getur engin sönnun þess, að maðurinn hafi þróast eftir
leiðum náttúrulögmálanna upp af lægri þroskastigum til núverandi
ástands síns, hnekkt þeirri vissu trúarinnar, að það er Guð, sem hefur
skapað manninn og gefið honum þá haglegu listasmíð þess líkama, sem nú
erfist frá einni kynslóð tíl annarrar” (Wendt bls. 172).
b) Eðli mannsins
Samkvæmt því, sem hér er sagt að framan um uppruna mannsins, þá er
maðurinn samkvæmt kenningu Jesú guðlegs eðlis. Hann er skepna Guðs,
en hann er líka barn Guðs. I því að hann er skepna felst það, að hann er
háður Guði, hann er ekki sjálfs sín herra (Mt. 6,27; 5,36). Hann er einn
liður í hinni miklu sköpun Guðs, en alveg einstakur liður, því hann einn
hefur guðlegt eðli. Hann er skapaður í mynd Guðs (Gen 1,26). Myndin er
að vísu ófullkomin, en á fyrir sér að koma betur í ljós (I. Jóh. 3,2).
Takmark mannsins er að verða fullkominn eins og himneski faðirinn (Mt.
5,48). Jesús kenndi, að hver maður væri ómetanlega mikils virði. Hann
lýstí því, í dæmisögunum um tapaða sauðinn og týnda peninginn, hversu
hver einstaklingur væri mikils virði í Guðs augum. Hann spurði, hvað
það stoðaði manninn, að eignast allan heiminn, og fyrirgjöra sálu sinni
(Mk. 8,36). Mannsálin er meira virði en allt annað. Jafnvel í hinum
smæstu og lægstu syndurunum fann hann vott þessa ómetanlega, guðlega
eðlis (Mt. 18,3, Lk. 19,9n, 7,44n o.v). Hér greinir kristindóminn á við
hinn sócíaliska skilning á manninum, sem gjarnan má telja til trúarbragða
samtíðarinnar, að einstaklingurinn hafi ekkert gildi né verðmæti annað en
það, sem hann öðlast sem meðlimur mannfélagsins á jörðu hér.
Sameiginlegt er það aftur að einstaklingurinn á að ganga upp í þjónustu
heildarinnar — en með því kennir kristíndómurinn einmitt að maðurinn