Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 65

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 65
Sérkenni kristindómsins síns lægra eðlis ráða, og vilji hans beinist að því að óska þess, sem færir hann nær því takmarki. Sá vilji er frjáls, sem vill í samræmi við kærleiksvilja Guðs, sem er hinn sterkasti máttur í tilverunni. Meðan því er ekki náð, er maðurinn tvískipt vera. En sú tvískipting er ekki róttæk, heldur á yfirborðinu. Aflið, sem stendur á móti, er ekki innsta eðli mannsins, heldur hið lægra eðli, sem honum er ætlað að yfirvinna. Þetta er sannleikurinn, sem felst í gömlu skoðuninni um fullkomnun mannsins í upphafi og syndafall. Því, hvernig þetta lægra eðli hafi komið, verður ekki svarað, það er leyndardómur allrar byrjunar. Og svarið við því, hvaðan manninum kom afl til að sigra hið lægra eðli, og gera vilja Guðs, verður rætt síðar. c) Tilgangur mannsins Eins og sést af framansögðu, lítur kristindómurinn svo á, að maðurinn eigi fyrir höndum að þroskast til æðri fullkomnunar, þannig, að hið lægra eðli hans, hið jarðbundna og dýrslega, verði að víkja fyrir hinu æðra eðli hans, guðsmyndinni. Þetta felst í orðum Jesú: „Verið þér því fullkomnir, eins og himneski faðir yðar er fullkominn” (Mt. 5,48). Jesús talar um ómetanlegt gildi mannssálarinnar (Mk. 8,37) og að menn skuli týna lífi sínu (hinu jarðneska) til að bjarga því (hinu himneska). Sjálfur boðar hann dauða sinn og upprisu (Mk. 8,31 o.v). Hann talar um upprisu dauðra, og segir, að Guð sé ekki Guð dauðra, heldur lifandi (Mk. 12,25nn). Loks bendir upprisa hans sjálfs til hins sama, að mennirnir lifi áfram eftir líkamsdauðann, séu gæddir ódauðlegu eðli (sbr. I. Kor. 15.12nn). Þetta felst líka í hugmyndum kristindómsins um óendanlegt gildi hvers manns. Það gildi verður ekki leitt í ljós, nema maðurinn eigi lengra þroskaskeið fyrir höndum, en hið jarðneska líf. Þróun mannsins til að verða fullkominn persónuleiki, staðfastur og frjáls í hinu góða, krefst lengra lífs en hins jarðneska. Þannig er trúin á ódauðleika mannssálarinnar eitt af grundvallaratriðum kristindómsins, og nátengd trú hans á Guð og veruleika hins andlega heims, enda eru sannanir þær, sem menn hafa reynt að færa út frá rökfastri hugsun fyrir ódauðleika mannssálarinnar að miklu leyti þær sömu og sannanir fyrir tilveru Guðs. Þær sannanir verða ekki taldar hér, því þær hafa meira heimspekilegt en trúarlegt gildi. í hugmyndum sínum um tilgang mannsins greinir kristindómurinn sig frá hinum austurlensku trúarbrögðum, sem líta á allt jarðlífið sem blekkingu, hinn frjálsa vilja sem hugarburð og tilgang mannsins algleymi; eða múhameðstrúnni, sem lítur á líf mannsins sem „rotna tötra og óhreinleik”, með orðum spámannsins. „í heimi maya er siðferðisbarátta eintómt stríð við blekkingu; í rauninni gerist ekkert; vér erum skuggar og eltum skugga. Þannig er einnig í heimi sem Guð er svo Qarlægur að hann 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.