Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 67
Sérkenni kristindómsins
maðurinn eigi fyrir höndum að þroskast áfram til meiri lflcingar við Guð.
Undir þessa skoðun renna stoðir vísindalegrar þekkingar, þar sem hún er
í samræmi við þróunarkenninguna, rannsóknir á andlegu lífi og andlegum
heimi og sálfræðilegar rannsóknir (Sbr. Bergson: „Framhaldslíf verður
svo sennilegt að sannanabyrðin fellur á þann sem neitar því frekar en
þann sem heldur því fram” cít. Chevalier, bls. 205). í henni felst enn
fremur, auk þess sem áður er sagt, persónulegt sjálfstæði hvers
einstaklings, samræmi milli þessa lífs og hins komandi, þar sem eins og
sömu lögmál ríkja í allri tilverunni, og að lokum fullkomnun þess
tilgangs, sem Guð hefur sett manninum: að verða fullkominn, eins og
himneski faðirinn er fullkominn, fyrir það, að láta kærleiksvilja hans
verða alráðandi í lífi sínu.
2) Þræll holdsins
Það er sár reynsla kristindómsins, að jafnframt því, sem maðurinn er
sonur himneska föðurins, sé hann einnig þræll syndarinnar. Jafnframt
hinu æðra eðli, guðseðlinu, er í manninum lægra eðli, sem dregur hann
niður á við, í áttina frá Guði (Ró. 7,22n). Það er það, sem á máli
trúarbragðanna heitir synd og nú vaknar spurningin: Hvað er syndin?
Hvaðan er hún komin? Og hverjar eru afleiðingar hennar?
Kristindómurinn hefur leitast við að svara öllum þessum spurningum.
a) Eðli syndarinnar
„I samstofna guðsspjöllunum er ekki að finna neina kenningu um syndina.
Þau sýna, hvernig Jesús leit á hana sem brot guðlegra boða, sem val
heimsins fram yfir Guð fremur öllu öðru, eða sem eigingirni gagnvart
Guði og mönnum. Hann talaði um hana sem skuld, sjúkdóm, saurgun”
(Moffatt, 115 sbr. Mt. 6,12; Mk. 2,17; 7,2ln). En það orð, sem oftast er
notað um synd í Nýja testamentinu er orðið hamartía, sem þýðir eiginlega
að missa marks, ná ekki tilgangi sínum. Það bendir vitanlega fyrst og
fremst á hinn siðferðilega ófullkomleika. En orsökin til þess, að
maðurinn missir marks, er hinn rangi vilji (Mt. 23,37). Það er
viljaframkvæmdin, sem allt veltur á (Mt. 7,21).
Annars staðar í Nýja testamentinu kemur þetta enn skýrar fram. Syndin
er grundvölluð í hinu lága eðli, það er holdið, sem vill gegn andanum
(Páll), og holdið táknar þar ekki hinn jarðneska líkama (hann er líka
musteri heilags anda, I.Kor. 6, 19), heldur hið synduga eðli, sem nær
bæði til líkama og sálar. „Hold táknar þar alls ekki eingöngu sjálfselsku
eða eingöngu fýsnir... heldur hvort teggja, og fjarlægð frá Guði þar að
auki” (Haering, Dogm, bls. 424). Hver, sem synd drýgir, er þræll (Jóh.
8,34). Þannig er maðurinn undirorpinn valdi syndarinnar (Ró. 7,20). Það
er lögmálið, sem fyrir Páli hefur leitt í ljós syndina (Ró. 5,13; 7,7; 3,20),
því það hefur birt mönnum vilja Guðs, sem þeir rísa upp á móti. En
5
65