Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 70
Bjöm Magnússon
syndga ekki (potuit non peccare). Eftir það var hann dauðanum
undirorpinn, og óhæfur til hins góða (non potest non peccare). í Adam
hafa allir menn syndgað. Það byggði Ágústínus á hinni röngu
Vulgataþýðingu á Ró. 5,12: „In quo omnes peccaverunt” (quo í stað
quapopropter). Heimurinn er því spillingunni undirorpinn (massa
perditionis), og sekt syndarinnar er hverjum í blóð borin, því allir hafa
syndgað í Adam. Þessi kenning náði samþykki kirkjunnar, og má segja að
hún hafi haldist lítið breytt í kaþólsku kirkjunni, og í mótmælenda-
kirkjunum allt fram á upplýsingaröldina og tíma biblíurannsóknanna, er
margar af kenningum kirkjunnar voru dregna í efa.
Hér hefur verið minnst á kenningu kirkjunnar um erfðasyndina í
sambandi við athugun á uppruna syndarinnar, af því að þeirri kenningu
hefur verið skipað framarlega meðal kenninga kirkjunnar um syndina, en
raunar skýrir hún ekki uppruna syndarinnar, heldur skýtur aðeins
spurningunni á frest. Því sé svarað: syndin stafar frá Adam, þá „kenndi
Adam Evu um, en Eva aftur höggorminum”, eins og í biblíusögunum
segir. Og þá vaknar spurningin: Hver kenndi höggorminum? Jóhannes
svarar: Djöfullinn var manndrápari frá upphafi; þegar hann talar lygi,
talar hann af sínu eigin, því að hann er lygari og faðir lygarans (eða
lyginnar, 8,44). En sem endanlegt svar getur það ekki samrýmst
guðshugmynd kristindómsins. Og þótt vér tækjum gilda söguna um fall
Satans, (Æfi Adams og Evu, Kap 11.-17, sbr. S.P.S. 46nn), þá skýrir hún
ekki heldur endanlegan uppruna syndarinnar. Því að spurningin um hann
er spurningin um úppruna hins illa í tilverunni, og því raunar utan sviðs
þess, sem rannsakað verður. Vísast að öðru leyti um það til þess, sem
áður er sagt um hið illa í heiminum.
Hér þykir þó vert að geta um skýringarviðleitni á uppruna hins illa, af
því hún sýnir, hvernig þeir, sem nú hugsa dýpst um þá hluti, gera sér
grein þess í ljósi nýjustu þekkingar. Er hún í núýtkominni bók Percy
Dearmer's: Man and his Maker, og er á þessa leið: „Kyrrstæð fullkomnun
er ósamrýmanleg framþróuninni.
„En hvers vegna þróast heimurinn í stað þess að vera þegar
fullkominn? Af því að heimurinn er gerður til að gera hið góða að
veruleika.
„Því marki verður ekki náð með því að byggja hann guðum. Það er
ómögulegt fyrir Guð að skapa guði; því, ef þeir væru skapaðir, væm þeir
skapaðar verur og ekki Guðir. Þess vegna verður heimurinn að vera
samsettur af endanlegum verum.
„Ef þessar endanlegu verur eiga að hafa hið æðsta gildi — að vera í
rauninni verðar þess að vera skapaðar, — þá verða þær að vera frjálsar
gerða sinna, hæfar til siðferðilegs vals milli þess, sem er gott og þess sem
68