Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 72

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 72
Bjöm Magnússon eða m.ö.o., að með því að syndin verður raunveruleiki í lífi voru erum vér á leiðinni til að ónýta, — að því er oss snertir — þann tilgang, sem oss er settur” (Aulén, 249). En syndin er líka félagsatriði. Það er ekki aðeins hver einstaklingur, sem er heftur af sínu lægra eðli, heldur birtist hið sama í félagslífi heildarinnar. Enginn maður er einangraður, heldur er hann barn þess mannfélags, sem hann lifir í. Og það félag er fullt af freistingum. Einnig í því ríkir sá vilji, að vera laus við Guð. Því er talað um um ríki syndarinnar, sem stendur gegn ríki Guðs. En einnig gagnvart því verður hver einstaklingur að taka afstöðu, og gera upp fyrir sjálfum sér, hvort hann vill gera hið rétta eða ekki. Því hvorki sú skýring, að syndin eigi uppruna sinn í lægra eðli mannsins, og sé að því leyti „upprunasynd” né sú að hún sé félagsatriði, má draga úr ábyrgð einstaklingsins að standa gegn syndinni, og hvorug má velta sekt syndarinnar yfir á upprunaeðlið eða félagsheildina. c) Afleiðing syndarinnar Afleiðing syndarinnar er samkvæmt orðum Jesú fjarlæging frá Guði, óverðugleiki að heita sonur hans (Lk. 15.18n). í því er fólgin sú sekt, sem hún hefur í för með sér. Maðurinn kemst í skuld við Guð (Mt. 6,12; 18,23nn; Lk. 7,41). Sú skuld er misþung, eftir því, hvort syndin stafar af veikleika og fávisku eða er framin af yfirlögðu ráði gegn vilja Guðs (Lk. ll,45nn; 23,34). Þyngst dæmir hann syndina gegn heilögum anda, er hann segir að ekki muni verða fyrirgefin (Mk. 3,29). Þar sem Jesús talar um dóminn, segir hann, að þeir, sem ekki hafi sýnt smælingjunum miskunn, skuli fara burt til eilífrar refsingar, og hinum ónýta þjóni er kastað út í myrkrið fyrir utan (Mt. 25,46,30). Skuldugi þjónninn varð að borga upp alla skuldina, þegar hann vildi ekki fyrirgefa samþjóni sínum (Mt. 18,34). Hann talar og um hinn óslökkvandi eld, um helvíti (Mt. 9,43nn, Mt. 5,29 nn) Gehenna eldsins (Mt. 5, 22). Sá, sem ekki vill sættast við mótstöðumann sinn, verður að borga hinn síðasta eyri (Mt. 5,26). Það er vitanlegt, að Jesús notar hér málvenju samtíðarinnar, og mörg af þessum ummælum standa í líkingu, og er því varlegt að taka þau bókstaflega. Hins vegar er ljóst af því, að Jesús taldi afleiðingar syndarinnar mjög hættulegar, og að það mundi kosta mennina miklar þrautir og hann langar að bæta það tjón, sem syndin bakar þeim. Hið sama skín og út úr öðrum orðum Nýja testamentisins um syndina. Páll talar um dauðann sem laun syndarinnar (Ró. 6,23) og segir, að dauðinn hafi komið fyrir syndina (Ró. 5,12, sbr. Ró. 2,12). Aftur segir í I. Jóhannesarbréfi að til sé synd til dauða, og til sé synd, sem ekki er til 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.