Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 75

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 75
Sérkenni kristindómsins komist að þeirri niðurstöðu, að menn verði að reikna með þeim möguleika, að aleyðing geti átt sér stað, vegna þess, að hinn guðdómlegi kærleiki verki aldrei þvingandi, heldur fyrir innri sannfæringu, og því séu þeir, sem hafa forhert sig, útilokaðir frá að nota sér hina guðlegu fyrirgefningu (173n.256). Enda þótt rök Auléns séu sterk, get ég ekki fallist á þau. Mér virðist, að sé hinn guðlegi kærleikur almáttugur kærleikur og sterkasta aflið í tilverunni, þá hljóti hann að geta, í samræmi við eðli sitt sem kœrleikur, dregið hverja sál til sín að lokum, (sbr. Mk. 10,27) ennfremur: „kærleikurinn, og kærleikurinn einn, getur leitt fram gott af illu, líf af dauða, von af örvæntingu, og gert alla hluti nýja” (Brown: God, 139). Og sé í manninum neisti guðlegs eðlis, þá er það eðli ódauðlegt, og getur ekki tortímst. „Það er nokkuð, sem er miklu eiginlegri eign því, en synd þín; og synd þín er ekki þín eiginlega eign. Hún er blettur á eðli þínu, sem mun aldrei hætta að vera þér ónáttúrlegur, ef þú losnar ekki við hann. Nei; mynd Guðs er eiginlegri eign því, þótt þú ættir engan þátt í að framleiða hana” (Duncan, cit. Macnicol, bls. 180). Vegna þess, að innsta eðli mannsins er guðlegt, er afleiðingum syndarinnar best lýst með orðinu fráhvarf, því það gefur alltaf möguleika til að snúa við aftur. 4. Samband Guðs og manns í sambandi Guðs og manns koma til greina tvö höfuðatriði: Afstaða mannsins til Guðs, og afstaða Guðs til mannsins. Hið fyrra felur í sér þá tilfinningu eigin syndar gagnvart Guði, sem vekur iðrun, traust hans til Guðs og trú hans á Guð. I afstöðu Guðs til mannsins munu hér verða athuguð þrjú atriði: Fyrirgefning Guðs, náð hans og sjálfsfórnandi kærleikur. 1) Afstaða mannsins til Guðs Guðspjöllin skýra svo frá að Jesú hafi byrjað boðskap sinn á svofelldum orðum: „Tíminn er fullnaður og guðsríki er nálægt; gjörið iðrun og trúið fagnaðarboðskapnum” (Mk. 1,15). Það tvennt, sem hann krafðist af mönnum í afstöðu þeirra gagnvart boðskap guðsríkisins, var iðrun og trú. Þetta tvennt er einnig það, sem mest gætir í afstöðu kristins manns gagnvart Guði. En hið sérkennilega við hið kristilega trúarhugtak er, að trúin birtist í dýpsta eðli sínu sem traust. Þess vegna mun ég ætla því sjónarmiði sérstakt rúm í athugun minni. a)Iðrun Það er í fullu samræmi við það, sem sagt er hér að framan um afleiðingu syndarinnar sem fráhvarf frá Guði, að fyrsta tilfinningin, sem maður finnur til í afstöðu sinni gagnvart Guði, er iðrun. Jesús krefst hennar af 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.