Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 78

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 78
Bjöm Magnússon í kristindómnum er trúin komin á það stig að hún er bæði tilfinninga- og þekkingaratriði. Afstaðan er til Guðs er ekki eingöngu byggð á tilfinningu fyrir hinu háleita, heilaga, stranga og blíða, sem ofar er allri skynsemi, heldur er hún líka byggð á þeirri þekkingu, sem fólgin er í opinberun þeirri, er Jesús flutti um eðli Guðs og vilja, og annari þeirra er fyrir var, og guðshugmynd kristindómsins byggðist á, og sem menn reyndu að gera sér skynsamlega og samstæða grein fyrir. Hið „irrationala" er runnið saman við hið „rationala" (sbr. Otto, 144nn). Þannig táknar „hinn heilagi" ekki lengur aðeins hinn háleita, óskiljanlega, sem ekki er hægt að nálgast, (den ganz Anderen, Otto) enda þótt þetta allt sé þar enn „í, með og undir“, heldur einnig hinn siðferðilega hreina, hinn fullkomna, og um leið hinn nálæga, sem hægt er að snúa sér til, sem menn gera sér ákveðnar, skynsamlegar hugmyndir um, og vilja hans hafa þeir fengið upplýsingar um. Hann er ekki hinn gjörráði, duttlungafulli harðstjóri, heldur hinn sjálfum sér samkvæmi, kærleiksríki stjórnandi tilverunnar, sem öllu stjórnar eftir þeim föstu lögum er hann hefur sett tilverunni í samræmi við eðli sitt og tilgang. „Trú“ í kristilegri merkingu er því sama sem samlíf við Guð, þann sem Kristur hefur kennt oss að þekkja sem hinn himneska föður. En ekki hefur þó það hugtak verið skýrt svo í kristinni kirkju, og skal nú stuttlega vikið að fleiri sjónarmiðum, sem uppi hafa verið á ýmsum tímum í kristninni. Meðal höfunda Nýja testamentisins eru tveir, sem gert hafa mest til að móta trúarhugtak kristninnar: Páll og Jóhannes. En þó eru þeir í þessu sem mörgu öðru harla ólíkir. Það er erfitt að segja um það, hvað Páll hafi átt við með orðinu trú, en hins vegar engum blöðum um það að flétta, að hann telur hana mjög mikils virði, þar sem hann talar um, að maðurinn réttlætist fyrir trú, en ekki fyrir lögmálsverk. Hann talar um trú á Guði (Ró 4,17) trú á Jesú Krist, (Gal. 2,16; 2,22) og hann krefst trúar og upprisu Jesú (I. Þess. 4.14; Ró. 10,9, I. Kor. 15,12nn) og endurkomu (I. Þess. 1,10). Hér virðist aðallega vera um að ræða trú sem samþykki þeirra staðreynda, sem boðskapurinn hvíldi á. En hins vegar má sjá það, að Páll taldi trúna fólgna í trausti til kærleika Krists (Gal. 2,20), sem lagði sig í sölurnar fyrir hann, og til Guðs, er sætti heiminn við sig í Kristi (II. Kor. 5,18). Það er aftur á móti enginn vafi á því, hvað Jóhannes á við, er hann talar um trú. Það er trú á Krist, að hann sé sá, sem hann sagðist vera, guðssonurinn eingetni. Á þeirrri trú veltur allt (3,16nn). Þó væri villandi að segja, að Jóhannes legði eingöngu áherslu á trúarinnihaldið. Gegn því vitnar allur andi Jóhannesarritanna, og áhersla þeirra á kærleikann, sem einkenni lærisveinsins (Jóh. 13,34; I. Jóh. 4,7nn). Merkileg er skýrgreining Hebreabréfsins á orðinu trú: „En trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“, eins og sköpun heimsins, tilveru Guðs o.s.frv (11,1. 3,6). En bréfið nefnir Krist höfund og fullkomnara trúarinnar (12,2). Þá er og sérkennileg ádeila Jakobsbréfsins á kenninguna um réttlætingu af trúnni 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.