Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 78
Bjöm Magnússon
í kristindómnum er trúin komin á það stig að hún er bæði tilfinninga-
og þekkingaratriði. Afstaðan er til Guðs er ekki eingöngu byggð á
tilfinningu fyrir hinu háleita, heilaga, stranga og blíða, sem ofar er allri
skynsemi, heldur er hún líka byggð á þeirri þekkingu, sem fólgin er í
opinberun þeirri, er Jesús flutti um eðli Guðs og vilja, og annari þeirra er
fyrir var, og guðshugmynd kristindómsins byggðist á, og sem menn
reyndu að gera sér skynsamlega og samstæða grein fyrir. Hið
„irrationala" er runnið saman við hið „rationala" (sbr. Otto, 144nn).
Þannig táknar „hinn heilagi" ekki lengur aðeins hinn háleita, óskiljanlega,
sem ekki er hægt að nálgast, (den ganz Anderen, Otto) enda þótt þetta allt
sé þar enn „í, með og undir“, heldur einnig hinn siðferðilega hreina, hinn
fullkomna, og um leið hinn nálæga, sem hægt er að snúa sér til, sem menn
gera sér ákveðnar, skynsamlegar hugmyndir um, og vilja hans hafa þeir
fengið upplýsingar um. Hann er ekki hinn gjörráði, duttlungafulli
harðstjóri, heldur hinn sjálfum sér samkvæmi, kærleiksríki stjórnandi
tilverunnar, sem öllu stjórnar eftir þeim föstu lögum er hann hefur sett
tilverunni í samræmi við eðli sitt og tilgang.
„Trú“ í kristilegri merkingu er því sama sem samlíf við Guð, þann sem
Kristur hefur kennt oss að þekkja sem hinn himneska föður. En ekki
hefur þó það hugtak verið skýrt svo í kristinni kirkju, og skal nú stuttlega
vikið að fleiri sjónarmiðum, sem uppi hafa verið á ýmsum tímum í
kristninni.
Meðal höfunda Nýja testamentisins eru tveir, sem gert hafa mest til að
móta trúarhugtak kristninnar: Páll og Jóhannes. En þó eru þeir í þessu
sem mörgu öðru harla ólíkir. Það er erfitt að segja um það, hvað Páll hafi
átt við með orðinu trú, en hins vegar engum blöðum um það að flétta, að
hann telur hana mjög mikils virði, þar sem hann talar um, að maðurinn
réttlætist fyrir trú, en ekki fyrir lögmálsverk. Hann talar um trú á Guði
(Ró 4,17) trú á Jesú Krist, (Gal. 2,16; 2,22) og hann krefst trúar og
upprisu Jesú (I. Þess. 4.14; Ró. 10,9, I. Kor. 15,12nn) og endurkomu (I.
Þess. 1,10). Hér virðist aðallega vera um að ræða trú sem samþykki
þeirra staðreynda, sem boðskapurinn hvíldi á. En hins vegar má sjá það,
að Páll taldi trúna fólgna í trausti til kærleika Krists (Gal. 2,20), sem
lagði sig í sölurnar fyrir hann, og til Guðs, er sætti heiminn við sig í
Kristi (II. Kor. 5,18).
Það er aftur á móti enginn vafi á því, hvað Jóhannes á við, er hann
talar um trú. Það er trú á Krist, að hann sé sá, sem hann sagðist vera,
guðssonurinn eingetni. Á þeirrri trú veltur allt (3,16nn). Þó væri villandi
að segja, að Jóhannes legði eingöngu áherslu á trúarinnihaldið. Gegn því
vitnar allur andi Jóhannesarritanna, og áhersla þeirra á kærleikann, sem
einkenni lærisveinsins (Jóh. 13,34; I. Jóh. 4,7nn).
Merkileg er skýrgreining Hebreabréfsins á orðinu trú: „En trúin er
fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er
auðið að sjá“, eins og sköpun heimsins, tilveru Guðs o.s.frv (11,1. 3,6).
En bréfið nefnir Krist höfund og fullkomnara trúarinnar (12,2). Þá er og
sérkennileg ádeila Jakobsbréfsins á kenninguna um réttlætingu af trúnni
76