Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 79
Sérkenni kristindómsins
einni saman. Er þar trú á Guð skilin sem sannfæring um það að Guð sé
til, líkt og í Hebreabréfinu „Þú trúir, að Guð sé einn. Þú gjörir vel, en
illu andarnir trúa því líka og skelfast.“ „Trúin er ónýt án verkanna“
(2,19n).
Þannig má sjá í Nýja testamentinu vaxandi stefnu í þá átt, að skilja
orðið trú þannig, að það tákni samsinningu vissra hluta, sem ekki verða
sannaðir, eða þeirra sögulegu staðreynda, sem kristindómurinn byggist á.
Þetta er mjög eðlileg þróun, þegar litið er til útbreiðslu kristninnar
meðal þjóðanna. Fyrst í stað var það talið sérkenni kristinnar trúar, að
trúa því að Jesús væri Messías. Þar til heyrði og, að trúa því, að hann hafi
risið upp, og væri upphafinn í dýrð hjá Guði. Hefur sú þróun áður verið
rakin í sambandi við kristinfræðina. Gagnvart heiðnum mönnum þurfti,
þegar kristniboð hófust meðal þeirra, að halda fram auk þess trúnni á
einn Guð, skapara himins og jarðar (Post. 17.22nn). Og þannig má telja
áfram hvert atriðið af öðru, og má sjá þau í hinum fornu játningum
kirkjunnar, sem voru teknar saman smátt og smátt til að halda fram hinni
réttu trú gegn villutrúarmönnum. Byrjun þessarar starfsemi má sjá þegar
í hirðisbréfunum, þar sem talað er um hina heilnæmu kenningu, (Tím.
1,10; II. Tím. 4,3; Tít. 1,9), að alast við orð trúarinnar og góðu
kenningarinnar (I. Tím 4,6) og varað við villukennendum, sem ganga af
trúnni (I. Tím. 4,1). Eftir því sem tímar líða fram verður þessi stefna
sterkari, og verður yfirgnæfandi þegar kenning kirkjunnar er orðin
fastmótuð í ákveðnar játningar. Er þá trúin dæmd eftir trúarinnihaldinu,
þeim sannindum, sem trúað er. Hún er fyrst og fremst skynsemisatriði, og
að nokkru leyti viljaatriði, en sjálf trúarkenndin, tilfinningin fyrir hinu
leyndardómsfulla, háleita og heilaga hverfur í skuggann (Fides quae
creditur). Þannig verður þróunin um alla hina guðfræðilegu skoðun á
trúnni. Má færa til ummæli nokkurra hinna helstu stórmenna kirkjunnar
því til staðfestu.
Ágústínus talar um trúna sem fullvissu um hið óséða, sem öll samskipti
mannanna verði að byggjast á. Þó telur hann skilninginn hærra stig en
trúna (si non potes intelligere, crede, ut intelligas, sermo, 118,2, cit.
RGG. 1209). Anselmus heldur áfram í sömu átt, er hann talar um, að
beygja sig undir valdboð opinberunarinnar, og segist trúa, til þess að hann
skilji. Og það er raunar líkur skilningur á trúnni, sem valdboði um það,
sem ekki verður skilið án hennar, sem felst í hinum þverstæðu orðum
Tertullíanusar: „proxus credibile est, quia ineptum est,“ og orðunum, sem
af þeim eru leidd: „Credo, quia absurdum.“ Enn lengra er þessi stefna
komin, þar sem menn trúa fyrir valdboð kirkjunnar, því sem kirkjan
telur rétt, jafnvel þótt þá skortí sjálfa þekkingu á því, hvað sú trú felur í
sér (fides implicita). I þá átt benda þegar orð Ágústínusar: „Evangelio
non crederam, nisi me catholicae ecclesiae commoveret auctoritas“
(Contra epist. Manich. 5,6, cit. RGG). Síðar varð það viðurkennd
kirkjukenning, og framkvæmd þannig, að kirkjuþingin samþykktu, hver
væru atriði hinnar réttu trúar, og náði þessi kenning hámarki í samþykkt
77