Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 81

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 81
Sérkenni kristindómsins fagnaðarboðskapnum (Mk. 1,15), og er það af mörgum talið síðara innskot, en jafnvel þótt svo væri ekki, gæti það ekki vegið á móti öllu hinu. Þá er og á einum stað orðin: „sem á mig trúa” (Mt. 18,6), og eru þau talin síðara innskot, en í sjálfu sér segja þau ekkert um það, að um sé að ræða trú sem samþykki kenningar. Þessi krafa Jesú um skilyrðislaust traust til Guðs var nýtt fyrirbrigði, þó „ekki sú hugsun, að maðurinn gæti yfirleitt treyst Guði, heldur sú hugsun, að hann gæti borið óskorað traust til hans, sem hvorki væri takmarkað af jarðneskum örðugleikum né mótstöðu illra máttarvalda, traust þrátt fyrir skort allra verðleika, traust til fyrirgefandi náðar Guðs” (Wendt bls. 286). „Heimur fornaldarinnar var á valdi óttans” (E. Bevan: Hellenism and Christianity, bls. 84, cit. Fairweather bls. 271). En að hverju beinist þá þetta traust, sem Jesús nefnir trú? Fyrst og fremst að Jesú sjálfum, og sérstaklega lækningamætti hans. Þannig er það í báðum hinum tilfærðu dæmum, og mörgum fleiri (Mk. 2,5; 5,34, 36; 9,23n). Það kemur líka fram í því, að talað er um að kraftaverk geti ekki gerst vegna lítillar trúar (Mk. 6,6; Mt. 17,20; 13,58). Þá er trúin traust til Guðs, að hann muni uppfylla bænir manna og veita þeim mátt til að gera kraftaverk (Mt. 21,21n =Mk. ll,22nn, Lk. 17,5, sbr. Lk. 18,1-8) Traustið til Guðs skín líka út úr fjallræðunni, sérstaklega kaflanum, sem varar við áhyggjum (Mt. 6,25-34), orðunum um bænina (Mt. 7,7.-11. Lk. 11,5.-13). Jesús talar hvergi um trúna sem skilyrði fyrir inngöngu í guðsríkið, en raunar er það sama guðstraustið, sem skín út úr orðum eins og um það að verða eins og börnin (Mt. 18,3n. Mk. 10,13nn) eða um mustarðskornið og sæðið sem grær og vex (Mk. 4,30nn; 26nn sbr. 4,3nn), og í sæluboðuninni: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki” (Mt. 5,3), því að fátæktin, sem þar ræðir um er einmitt náskyld barnshugarfarinu og hinu einfalda guðstrausti. Enn mætti nefna traust Jesú á mönnunum, sem skín svo fagurlega út úr mörgum frásögnum um hann (Lk. 7,36nn; 19,lnn) eða ummælum hans (Lk. 15 o.v), en það er fyrir utan efni þessa kafla, er ræðir um trúna sem afstöðu mannsins gagnvart Guði. En reyndar skín það út úr öllum þessum dæmum, sem nefnd hafa verið um trúna sem traust samkvæmt kenningu Jesú, að hvort sem hann talar um trú á sig eða lækningamátt sinn, eða það er trú hans á mönnunum og hæfileikum þeirra að ganga inn í guðsríkið, eða hann talar um að trúa á Guð, þá er það raunar eitt og hið sama: allt er það traust til Guðs, hins himneska föður hans og allra manna, sem lætur kraft sinn verka fyrir milligöngu hans eða annarra manna, og birtir eitthvað af kærleikseðli sínu í hverjum manni, sem hann mætir. „Trú er fyrir honum kraftur til að gera á ákveðnum augnablikum lífsins alvöru úr sannfæringunni um almætti Guðs, er sú vissa, að maður muni á þessum ákveðnu augnablikum virkilega reyna verkanir Guðs, er sú sannfæring, að hinn fjarlægi Guð sé virkilega nálægur, ef maðurinn vill aðeins breyta hinni venjulegu afstöðu sinni og er virkilega reiðubúinn að sjá hinn nálæga Guð (Bultmann, 175). 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.