Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 83
Sérkenni kristindómsins
En hér eins og endranær er ekki nema hálfsögð sagan, ef einn segir
frá. Samband Guðs og manna er ekki eingöngu frá mannsins hlið, og
meira að segja: sú hlið er hin veikari, hin móttæka (passiva) þar sem frá
Guði kemur krafturinn, byrjunin. Það er það, sem vér athugum næst.
2) Afstaða Guðs til mannsins
í afstöðu Guðs til mannsins, eins og kristindómurinn kennir hana, greini
ég hér þrjá megindrætti, sem einkenna hana: fyrirgefning, náð og
fórnandi kærleika.
a) Fyrirgefning
Undir þessari fyrirsögn mun ég stuttlega greina frá þeim ýmsu
skoðunum, sem hafa verið í kristninni um það, að Guð fyrirgæfi
mönnunum syndir þeirra, hvernig hann gerði það og hver væru skilyrði
þess. Hafa verið ríkjandi um það ýmsar skoðanir, og fleiri en ein blandast
saman, og orðið til að mynda þá kenningu, sem lengst hefur drottnað,
friðþægingarkenningu kirkjunnar. Má rekja þær skoðanir flestar til Páls,
sem var hinn fyrsti guðfræðingur kristninnar, og meira en nokkur annar
einn maður hefur unnið að því að móta kenningu hennar.
1. Páll gengur út frá því, að fyrir atbeina Krists hafi afstaða Guðs til
mannanna breysts. Hann lýsir þeirri afstöðubreytingu með ýmsum orðum,
sem öll hafa átt sinn þátt í því að móta kenningu kirkjunnar og
framsetningu síðar. Það orð, sem hann tíðast notar, er réttlæting. Það orð
er tekið úr lagamáli, og byggist notkun þess á því, að Páll er uppalinn við
hinar lagalegu hugmyndir gyðingdómsins um samband Guðs og manna.
Er þar raunar um guðshugmynd að ræða sem stendur lægra en
guðshugmynd Jesú, og að því leyti vantar kenningu Páls um réttlætingu
grundvöll í kenningu Krists sjálfs. En með því að kenning hans hefur
orðið svo afdrifarík í kristninni, verður ekki hjá því komist að athuga
hana nokkuð.
Það, sem greinir kenning Páls um réttlætingu frá hinni gyðinglegu
kenningu, er það, að hann lítur ekki á Guð sem hinn stranga dómara, er
krefst uppfyllingar lögmálsboðanna — enda er sú leið engum fær, heldur
sem hinn miskunnsama föður dröttins vors Jesú Krists og föður vorn (I.
Kor. 1,3. II. Kor. 1,3) sem réttlætir mennina af náð sinni einni saman, án
allrar verðskuldunar þeirra (Gal. 2,16: Ró. 3,28. 24). Réttlætið er gjöf
náðar Guðs, sem maðurinn öðlast fyrir trúna. En gjöf réttlætsins veitist
fyrir tilverknað Krists. Vér erum „verði keyptir” (I. Kor. 6,20, 7,23), og
það verð er blóð Krists, sem vér erum réttlættir fyrir (Ró. 5,9). Kristur
er dáinn vegna misgjörða vorra og uppvakinn vegna réttlætingar vorrar
(Ró. 4,25). Vegna dauða Krists hefur Guð tekið mennina í sátt (Ró. 5,10).
Fyrir hann höfum vér öðlast sáttargjörðina, sem er annað heiti Páls á
fyrirgefningunni (Ró. 5,11, II. Kor. 5,18). Þegar Páll ræðir um
sáttargerð, þá virðist hann líta svo á, sem um óvináttu sé að ræða bæði frá
hálfu mannanna (II. Kor. 5,18; Ró. 8,7; Kól. 1,20), og frá hendi Guðs
6
81