Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 90
Bjöm Magnússon
vér athugum kristindóminn sem líf frá Guði, og verkanir guðsandans í
manninum.
c) Sjálfsfórnandi kærleikur
í Kristi birtist oss Guð sem sjálfsfórnandi kærleikur. Það er í nánu
samræmi við það, sem er sagt hér að framan um fyrirgefningu Guðs, því
að Guð leggur allt í sölurnar til að hjálpa mönnunum til sjálfsbetrunar.
Eins og Guð er í innsta eðli sínu kærleikurinn, eins er hinn ráðandi þáttur
í afstöðu hans til mannanna sá kærleikur, sem hikar jafnvel ekki við að
fórna sjálfum sér fyrir aðra. Svo framarlega, sem Kristur hefur birt oss
eðli Guðs — en það er grundvallaratriði í kristindómnum, og sérkenni
hans fremur öllu öðru — þá er afstaða Guðs til mannanna fremur öllu
öðru sjálfsfórnandi kærleikur. Því að Jesús sýndi enga einkunn augljósar í
lífi sínu og dauða, en einmitt hinn sjálfsfórnandi kærleika. Og ennfremur:
„Dauði Jesú var ekki síður en líf hans nauðsynlegur til að opinbera til
fullnustu hið náðarríka og góðsama hjarta Guðs” (Moffatt, 125). En aftur
á móti „er vert að greina á milli refsingar í annars stað, sem er
ósiðferðileg og þjáningar í annars stað, sem kærleikurinn er fús að þola”
(Inge, Ethics, bls. 54-55). Hana tók Jesús viljandi á sig, og var sér þess
fyllilega meðvitandi hvert hann stefndi. Hann taldi það starf sitt að líkna
og frelsa. „Mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa
það” (Lk. 19,10; sbr. 5,31). „Mannssonurinn er ekki heldur kominn til að
láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til
lausnargjalds fyrir marga” (Mk. 10,45). Hann er þess fullviss, að starf sitt
muni leiða sig til dauða, en heldur óhikað áfram að kenna og lækna, og
fer meira að segja beint inn í höfuðborgina, þar sem óvinir hans voru
sterkastir (Mk. 8,31; 9,31; 10,32nn, sbr. 12,6nn). Hann talaði um, að
þeir, sem vildu fylgja sér, yrðu að taka upp kross sinn og týna lífi sínu
(Mk. 8,34n). Hann fórnaði einnig fyrir starf sitt heimili og jafnvel
ástvinum (Mt. 8,20, Mk. 3,33n. sbr. Mt. 10,34nn, Lk. 12,49.nn). Þannig
lagði hann allt í sölurnar, til að fullkomna það verk, sem hann fann sig
sendan til, að sýna hinn guðlega kærleika á jörðu.
Og sá einn skilningur á dauða hans og sjálfsfórnarstarfi getur verið í
samræmi við kenningu hans um Guð og manninn. Sumir hafa viljað finna
stað hugmyndum Páls um réttlætingu og sáttargjörð og jafnvel frið-
þægingarkenningu kirkjunnar í orðum Jesú, og er þá helst bent á orðin
um lausnargjaldið fyrir marga (Mk. 10,45 og hliðst) og orðin við
kvöldmáltíðina, um blóðið, sem úthellt er fyrir marga (Mk. 14,24 og
hliðst). En það er mjög veikur grundvöllur að byggja á, jafnvel þótt svo
sé litið á, að hér sé um óbreytt orð Jesú að ræða. En báðir staðirnir hafa
vísindamönnum þótt vafasamir, með tilliti til Lúkasarguðspjalls 22,24nn,
þar sem vantar orðin um lausnargjaldið, og kvöldmátíðarorðanna hjá
Lúkasi (22,17nn), þar sem textarannsóknir hafa leitt í ljós, að orðin „sem
fyrir yður er gefinn” og „sem fyrir yðar er úthellt” eru í seinni viðbót,
og hafa ekki upphaflega heyrt til texta guðspjallsins. En þótt svo væri
ekki, þá er hér líkingamál, eins og Jesú var svo tamt, mótað af
88