Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 90

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 90
Bjöm Magnússon vér athugum kristindóminn sem líf frá Guði, og verkanir guðsandans í manninum. c) Sjálfsfórnandi kærleikur í Kristi birtist oss Guð sem sjálfsfórnandi kærleikur. Það er í nánu samræmi við það, sem er sagt hér að framan um fyrirgefningu Guðs, því að Guð leggur allt í sölurnar til að hjálpa mönnunum til sjálfsbetrunar. Eins og Guð er í innsta eðli sínu kærleikurinn, eins er hinn ráðandi þáttur í afstöðu hans til mannanna sá kærleikur, sem hikar jafnvel ekki við að fórna sjálfum sér fyrir aðra. Svo framarlega, sem Kristur hefur birt oss eðli Guðs — en það er grundvallaratriði í kristindómnum, og sérkenni hans fremur öllu öðru — þá er afstaða Guðs til mannanna fremur öllu öðru sjálfsfórnandi kærleikur. Því að Jesús sýndi enga einkunn augljósar í lífi sínu og dauða, en einmitt hinn sjálfsfórnandi kærleika. Og ennfremur: „Dauði Jesú var ekki síður en líf hans nauðsynlegur til að opinbera til fullnustu hið náðarríka og góðsama hjarta Guðs” (Moffatt, 125). En aftur á móti „er vert að greina á milli refsingar í annars stað, sem er ósiðferðileg og þjáningar í annars stað, sem kærleikurinn er fús að þola” (Inge, Ethics, bls. 54-55). Hana tók Jesús viljandi á sig, og var sér þess fyllilega meðvitandi hvert hann stefndi. Hann taldi það starf sitt að líkna og frelsa. „Mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það” (Lk. 19,10; sbr. 5,31). „Mannssonurinn er ekki heldur kominn til að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga” (Mk. 10,45). Hann er þess fullviss, að starf sitt muni leiða sig til dauða, en heldur óhikað áfram að kenna og lækna, og fer meira að segja beint inn í höfuðborgina, þar sem óvinir hans voru sterkastir (Mk. 8,31; 9,31; 10,32nn, sbr. 12,6nn). Hann talaði um, að þeir, sem vildu fylgja sér, yrðu að taka upp kross sinn og týna lífi sínu (Mk. 8,34n). Hann fórnaði einnig fyrir starf sitt heimili og jafnvel ástvinum (Mt. 8,20, Mk. 3,33n. sbr. Mt. 10,34nn, Lk. 12,49.nn). Þannig lagði hann allt í sölurnar, til að fullkomna það verk, sem hann fann sig sendan til, að sýna hinn guðlega kærleika á jörðu. Og sá einn skilningur á dauða hans og sjálfsfórnarstarfi getur verið í samræmi við kenningu hans um Guð og manninn. Sumir hafa viljað finna stað hugmyndum Páls um réttlætingu og sáttargjörð og jafnvel frið- þægingarkenningu kirkjunnar í orðum Jesú, og er þá helst bent á orðin um lausnargjaldið fyrir marga (Mk. 10,45 og hliðst) og orðin við kvöldmáltíðina, um blóðið, sem úthellt er fyrir marga (Mk. 14,24 og hliðst). En það er mjög veikur grundvöllur að byggja á, jafnvel þótt svo sé litið á, að hér sé um óbreytt orð Jesú að ræða. En báðir staðirnir hafa vísindamönnum þótt vafasamir, með tilliti til Lúkasarguðspjalls 22,24nn, þar sem vantar orðin um lausnargjaldið, og kvöldmátíðarorðanna hjá Lúkasi (22,17nn), þar sem textarannsóknir hafa leitt í ljós, að orðin „sem fyrir yður er gefinn” og „sem fyrir yðar er úthellt” eru í seinni viðbót, og hafa ekki upphaflega heyrt til texta guðspjallsins. En þótt svo væri ekki, þá er hér líkingamál, eins og Jesú var svo tamt, mótað af 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.