Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 93
Sérkenni kristindómsins
III. KRISTINDÓMURINN SEM LÍF FRÁ GUÐI
Vér höfum að undanfömu rætt um kristindóminn sem þekkingaratriði, og
þar gert nokkra grein fyrir þeirri heimsskoðun og lífsskoðun, sem
kristindómurinn skapar. Hafa þar að vísu komið fram ýmis atriði, sem
em sérstök fyrir kristindóminn, bæði í guðsþekkingu hans, heimsskoðun,
mati hans á manninum og kenningu hans um samband Guðs og manns. En
þó em þau svið, sem ekki hafa enn verið tekin til íhugunar, enn meir
sérkennandi fyrir kristindóminn, en það eru þau svið, þar sem þessi
þekking, sem um hefur verið rætt, verkar á líf mannsins, og má skoða
þær verkanir frá tveim sjónarmiðum, eftir því, hvort litið er á líf
mannsins sem eilíft líf — sub specie aeternitatis —, eða aðeins er litið á
líf hans hér á jörð. Hið fyrra sjónarmið er innan verksviðs trúfræðinnar,
þótt inn í það blandist atriði tilfinninga og vilja ekki síður en þekkingar
— þar er raunar um alhliða skoðun hins kristilega lífs að ræða —, en hið
síðara er í verkahring siðfræðinnar, sem sérstaklega gerir tilkall til vilja
mannsins um framkvæmd hugsjónar kristindómsins á jörðu hér. Eg
einkenni kristindóminn frá hinu fyrra sjónarmiði sem líf frá Guði, þar
sem þar er sérstaklega að ræða um hið hugsjónarlega líf, sem nærist beint
frá lífsuppsprettu Guðs. Mun ég þar ræða fyrst um guðsríkið, hina miklu
hugsjón Jesú um lífið, þar sem Guð ríkir óskorað og nærist af krafti hans
einum, þá um andann, birtingu hins guðlega kraftar, er nærir lífið, og
loks um lífið sem líf í Guði, þar sem maðurinn er orðinn sameinaður
uppsprettu sinni, og dýpstu andans menn hafa séð í hylling, en hver, sem
leitar þess í einlægni, getur fundið veikan forsmekk af.
Ég sagði áðan, að þau sjónarmið, sem hér hefur nú verið minnst á,
væru meir sérkennandi fyrir kristindóminn en þekkingaratriðin. Kemur
það heim við það, sem áður er sagt um persónu Jesú, sem hina einstæðu
staðreynd kristindómsins. Því starf hans var ekki fyrst og fremst að veita
mönnum nýja þekkingu á Guði og tilverunni, þótt hann veitti hana mikla
og verðmæta. Sú þekking kom eins og aukreitis, og verður í flestum
tilfellum að draga hana út úr orðum, sem töluð voru í öðrum tilgangi en
veita slíka fræðslu. Heldur var starf hans fólgið í því fyrst og fremst, að
vekja nýtt líf, glæða það og efla, með því að koma mönnum í samband við
uppsprettu lífsins, föðurinn himneska. „Ég er kominn til þess að þeir hafi
líf og hafi nægtir” leggur Jóhannes Jesú í munn (10,10). Því er
kristindómurinn, í innsta eðli sínu, fremur öllu öðru trúarbrögð lífsins
(Sbr. J. P. Bang: Troen og Livet, II. bls. 5: „Kristus som den absolute
Livsværdi”, sbr. bls. 2-3)
91