Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 96
Bjöm Magnússon
í boðskap Jesú um guðsríkið er það nýtt, „að hann útilokar gjörsamlega
úr hinni æðstu trúarlegu hjálpræðishugsjón þjóðernislegar og stjórnmála-
legar vonir þjóðar sinnar: ekki að hann hafnaði þeim þjóðernislegum
tilraunum og vonum, sem stefndu aðeins að ytra valdi og dýrð hinnar
útvöldu þjóðar, heldur að hann hratt brott þeim þjóðernisvonum, sem
tengdu stjórnarfarslegt frelsi og upphafningu ísraelsþjóðarinnar við
sæluástand á sviði trúarlífs og siðgæðis” (Wendt, bls. 286). „Guðsríkið er
guðveldi að sönnu, en veldi Guðs í hjörtum einstaklinganna, það er guð
sjálfur í mœtti sínum" (Harnack, Krd. 49).
2) Skýringar á guðsríkinu
Það er eðlilegt um svo mikilsverðan þátt í boðskap Jesú eins og
guðsríkisboðskapinn, að fram hafi komið ýmsar skýringar á því, í hverju
þetta guðsríki væri fólgið, ekki síst með tilliti til þess, að ummæli Jesú
sjálfs um ríkið eru eins fjölbreytt eins og sýnt hefur verið. Hefur líka sú
orðið raunin á, að á ýmsum tímum hefur verið lögð mismunandi áhersla á
hin ýmsu sjónarmið, og þannig komið fram mismunandi skilningur á
guðsríkisboðskapnum. Má skifta þeim skýringum í fjóra aðalflokka, þótt
vitanlega séu fleiri afbrigði til. Verður hér fyrst athugað hið
eschatologiska sjónarmið, að guðsríkið birtist við lok veraldar, síðan sá
skilningur, að kirkjan sé guðsríkið, því næst sá skilningur, sem sér í
guðsríkisboðskap Jesú félagslega hugsjón, og loks hið siðferðilega
sjónarmið.
a) Eschatologiskur skilningur á guðsríkinu
Margir fræðimenn halda því fram, að boðskapur Jesú hafi allur verið
litaður af vonum þjóðar hans um nálægan heimsendi og dóm, með
endumýjun veldis Guðs á jörðunni (Schweitzer, J. Weiss, Baldensperger
o.fl). Eigi það ekki síst við um guðsríkið, sem sé einmitt uppfylling
þessara vona. Aðrir eins og t.d. v. Dobschiitz (The Eschatology of the
Gospels, bls. 150, cit. Moffatt, 84) halda fram „breyttum heims-
slitahugmyndum” (transmuted eschatology), þannig að það, sem Gyðingar
væntu á síðustu dögum kæmi fram þegar á dögum Jesú, og það, sem þeir
væntu sem ytri breytingar gerist hið innra með manninum. Sá skilningur
virðist vera nær sanni. En hitt er engum efa bundið, að kristnir menn á
fyrstu áratugunum eftir dauða Krists væntu skjótrar endurkomu hans til
dóms og stofnsetningar hins nýja guðsríkis. Hefur verið vikið að þessu
fyrr og verður því ekki rökrætt meira um það hér, en aðeins skal bent á
nokkra staði, þar sem þessi hugmynd frumkristninnnar kemur í ljós í
sambandi við guðsríkið.
í Opinberunarbókinni er talað um ríki Guðs og hins smurða, og það
allt í stíl opinberunarrita síðgyðingdómsins (11,15; 12,10). í Postula-
sögunni 1,6 er talað um að endurreisa ríkið handa ísrael, og er þar að
vísu tekið fram, að tíminn sé óviss, en samt skín út úr orðunum sú trú, að
það sé nálægt, en í 14,22 er talað um, að gegnum margar þrengingar sé
94