Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 98
Bjöm Magnússon
b) Guðsríki = kirkjan
Þegar hin rómverska kirkja tekur að festast í sessi, fer sú skoðun að gera
vart við sig, að guðsríki væri raunverulega fyrir hendi í kirkjunni. Þegar
kirkjan var orðin ríkiskirkja, ofsóknunum létti og menn fengu að vera í
friði með trú sína, þá fékk sú skoðun vaxandi byr, að hér væri guðsríki
orðið að veruleika. Byrjun þessa má raunar rekja miklu lengra fram. Vott
þessarar skoðunar er þegar að finna í Matteusarguðspjalli 13, í
dæmisögunum um illgresið meðal hveitisins og um netið, því báðar, og
sérstaklega skýring hinnar fyrri í vv. 36nn eru skýringar á því, hverju
það sæti, að innan safnaðarins sem þar sýnir ríkið, séu menn af misjöfnu
tagi. í sömu átt bendir og málvenja frumsafnaðanna að kalla kristna menn
yfirleitt „hina heilögu”, og orð Páls í Kólossubréfinu 1,15: „flutt oss inn í
ríki síns elskaða sonar,” þar sem hann á við söfnuðinn. En ríkjandi verður
þessi skoðun ekki fyrr en í ríkiskirkjunni. Það er talið, að áhrifaríkust
henni til sigurs hafi verið skýring Ticoniusar á Opinberunarbókinni, þar
sem hann heldur fram, að 1000-ára ríkið sé byrjað í kirkjunni og
forboðar þess umliðnir. Þetta rit fékk svo mikil áhrif sakir þess, að
Ágústínus gerði þessar skoðanir að sínum í riti sínu De Civitate Dei. Með
því var þessi skoðun orðin fest innan rómversku kirkjunnar, og hefur
ekki tekið miklum breytingum síðar. En til frekari styrkingar henni var
það, er Gregoríus mikli hélt því fram í kenningu sinni um hreinsunar-
eldinn, en einnig þangað næðu áhrif kirkjunnar fyrir messufórnina.
Þannig verkaði kirkjan sem guðsríki ekki aðeins hérna megin, heldur
einnig inn í andlegu tilveruna.
Það þarf varla að taka það fram, að siðbótamennirnir neituðu
algjörlega þessari skoðun, og innan mótmælandakirknanna hefur hún
aldrei fengið byr í þeirri mynd.
c) Guðsríkið sem félagsleg hugsjón
Undir þessari fyrirsögn mun ég minnast á nokkrar tilraunir til að gera
guðsríkið að veruleika í félagslegu samlífi mannanna. Má að vísu á annan
bóginn segja, að allur skilningur á guðsríkinu sé félagslegs eðlis, og
vitanlega var sá skilningur, sem síðast var minnst á, að guðsríki væri
sama sem kirkjan, tilraun í þá átt að gera það að félagslegum veruleika.
Sú tilraun brást að vísu, sakir þess, að enda þótt kirkjan næði þeirri
aðstöðu um tíma, að verða sterkasta veldið í þeim löndum, þar sem hún
náði til, þá var það veldi ekki guðsríki, heldur yfirráð misjafnra manna,
ekki þjónusta í anda meistarans, heldur yfirdrottnun yfir sál og
samviskum, jafnvel líkömum líka. Þar var ekki bræðralag guðsríkisins
(sbr. Mt. 23,8nn).
Á hinn bóginn er það réttmæt athugasemd, að ekki verður fullyrt, að
þær tilraunir, sem ég mun minnast á, hafi allar verið í ljósri meðvitund
um það, að þar væri verið að reyna að framkvæma hugsjón guðsríkisins,
og að allar hafa þær verið einhliða að því leyti, að þær hafa verið
bundnar við félagsleg samskifti manna um jarðnesk gæði. Þar sem þær
hafa byggst á einhliða skilningi þeirra ummæla Jesú um guðsríkið, sem
96