Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 100
Bjöm Magnússon
framkvæma guðsríkishugsjón Jesú á sviðum efnislífisns. Hefur hinn
kristilegi sócialismi náð allmikilli útbreiðslu, og telur sig keppa að
framkvæmd guðsríkisins. „Aðeins það, að hverfa aftur til hins uppruna-
lega og afdráttarlausa boðskapar um guðsríkið er um leið að hverfa aftur
til Krists og áframhald siðbótarinnar“ (Ragaz: Reich Gottes, 53, sbr. ibid.
86nn). „Kristindómur, sem ekki felur í sér stöðuga afhjúpun hins félags-
lega þrældóms og baráttu gegn honum, er með réttu í augum hans
(öreigans) fráfall frá hugsjón kristindómsins” (Tillich: Religiöse
Verwirklichung, 209).
Laus við hina stjórnmálalegu afstöðu hins kristilega sósíalisma er
framsetning Stanley Jones í bók hans: Christ and Communism. Þó heldur
hann því fram, að guðsríkisboðskapur Jesú hafi ekki verið eingöngu
andlegs eðlis, heldur megi taka bókstaflega ýms orð hans, sem áður hafa
verið túlkuð „andlega”, eins og sæluboðanirnar í formi Lúkasarguðspjalls,
og sérstaklega „stefnuskrá guðsríkisins”, Jesajatilvitnunina í Nasaret (Lk.
4,18n), þar sem Jesús lýsi beint yfir þeim félagslegu umbótum, sem
guðsríkið eigi að hafa í för með sér (Jones. op. cit. 43n).
Það er í fullu samræmi við þetta, að margir hafa látið þá skoðun í ljós
á síðustu árum heimskreppu og vaxandi félagslegra örðugleika, að
guðsríkisboðskapur Jesú væri hin eina leið til lausnar vandamála
mannkynsins. Hér skal aðeins bent á safnritið: Christianity and the Crisis,
útgefið af Percy Dearmer 1933, og tilfærð niðurlagsorð þess: „Er sá
nokkur, sem ennþá spyr um hver sé fagnaðarboðskapurinn eða hin góðu
tíðindi sem kirkjunni er falið að flytja heiminum? Hann er hinn sami sem
drottinn boðaði: „Guðsríki er nálægt, iðrist og trúið fagnaðarboð-
skapnum.” Því að iðrast er að líta breyttum augum á lífið; það er að taka
sjónarmið Guðs í staðinn fyrir sitt eigið. Það er aðeins fyrir það að slík
iðrun nægilegs hluta mannkynsins stjórni stjómmálum, verslun og iðnaði,
að hægt er að lækna mein vor í stjórnmálum og framleiðslu. Og ekki er
heldur nein skynsamleg von um slíka iðrun fyrr en menn trúa í alvöru og
breyta eftir þeim gleðiboðskap um Guð sem heiminum var fluttur af
Kristi” (bls. 608).
d) Guðsríkið frá siðferðilegu sjónarmiði
Enda þótt hið siðferðilega sjónarmið á guðsrfldnu eigi frekar heima undir
þeim kafla þessarar ritgerðar, sem athugar kristindóminn sem hið guðlega
líf verkandi í heiminum — eins og enda hið félagslega sjónarmið — þá
mun samt hér verða gerð stuttlega grein fyrir því, til þess að fá í heild
yfirlit yfir mismunandi skilning á boðskap Jesú um guðsríkið. Hér er líka
að ræða um sjónarmið, sem með réttu hefur verið mjög ríkjandi innan
kristninnar, og byggist það að sjálfsögðu á þeim mörgu ummælum um
guðsríkið, sem vitna um það sem siðgæðisfullkomnun, og öðrum orðum
Jesú, er ganga í sömu átt. En hér hefur komið ein alvarleg mótbára fram.
Þeir, sem leggja áherslu á hina eschatólógisku skýringu á guðsríkinu,
haldi því fram, að siðgæðiskröfur Jesú séu allar settar fram með hinn
nálæga endi fyrir augum, en séu alls ekki miðaðar við eðlilega rás
98