Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 100

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 100
Bjöm Magnússon framkvæma guðsríkishugsjón Jesú á sviðum efnislífisns. Hefur hinn kristilegi sócialismi náð allmikilli útbreiðslu, og telur sig keppa að framkvæmd guðsríkisins. „Aðeins það, að hverfa aftur til hins uppruna- lega og afdráttarlausa boðskapar um guðsríkið er um leið að hverfa aftur til Krists og áframhald siðbótarinnar“ (Ragaz: Reich Gottes, 53, sbr. ibid. 86nn). „Kristindómur, sem ekki felur í sér stöðuga afhjúpun hins félags- lega þrældóms og baráttu gegn honum, er með réttu í augum hans (öreigans) fráfall frá hugsjón kristindómsins” (Tillich: Religiöse Verwirklichung, 209). Laus við hina stjórnmálalegu afstöðu hins kristilega sósíalisma er framsetning Stanley Jones í bók hans: Christ and Communism. Þó heldur hann því fram, að guðsríkisboðskapur Jesú hafi ekki verið eingöngu andlegs eðlis, heldur megi taka bókstaflega ýms orð hans, sem áður hafa verið túlkuð „andlega”, eins og sæluboðanirnar í formi Lúkasarguðspjalls, og sérstaklega „stefnuskrá guðsríkisins”, Jesajatilvitnunina í Nasaret (Lk. 4,18n), þar sem Jesús lýsi beint yfir þeim félagslegu umbótum, sem guðsríkið eigi að hafa í för með sér (Jones. op. cit. 43n). Það er í fullu samræmi við þetta, að margir hafa látið þá skoðun í ljós á síðustu árum heimskreppu og vaxandi félagslegra örðugleika, að guðsríkisboðskapur Jesú væri hin eina leið til lausnar vandamála mannkynsins. Hér skal aðeins bent á safnritið: Christianity and the Crisis, útgefið af Percy Dearmer 1933, og tilfærð niðurlagsorð þess: „Er sá nokkur, sem ennþá spyr um hver sé fagnaðarboðskapurinn eða hin góðu tíðindi sem kirkjunni er falið að flytja heiminum? Hann er hinn sami sem drottinn boðaði: „Guðsríki er nálægt, iðrist og trúið fagnaðarboð- skapnum.” Því að iðrast er að líta breyttum augum á lífið; það er að taka sjónarmið Guðs í staðinn fyrir sitt eigið. Það er aðeins fyrir það að slík iðrun nægilegs hluta mannkynsins stjórni stjómmálum, verslun og iðnaði, að hægt er að lækna mein vor í stjórnmálum og framleiðslu. Og ekki er heldur nein skynsamleg von um slíka iðrun fyrr en menn trúa í alvöru og breyta eftir þeim gleðiboðskap um Guð sem heiminum var fluttur af Kristi” (bls. 608). d) Guðsríkið frá siðferðilegu sjónarmiði Enda þótt hið siðferðilega sjónarmið á guðsrfldnu eigi frekar heima undir þeim kafla þessarar ritgerðar, sem athugar kristindóminn sem hið guðlega líf verkandi í heiminum — eins og enda hið félagslega sjónarmið — þá mun samt hér verða gerð stuttlega grein fyrir því, til þess að fá í heild yfirlit yfir mismunandi skilning á boðskap Jesú um guðsríkið. Hér er líka að ræða um sjónarmið, sem með réttu hefur verið mjög ríkjandi innan kristninnar, og byggist það að sjálfsögðu á þeim mörgu ummælum um guðsríkið, sem vitna um það sem siðgæðisfullkomnun, og öðrum orðum Jesú, er ganga í sömu átt. En hér hefur komið ein alvarleg mótbára fram. Þeir, sem leggja áherslu á hina eschatólógisku skýringu á guðsríkinu, haldi því fram, að siðgæðiskröfur Jesú séu allar settar fram með hinn nálæga endi fyrir augum, en séu alls ekki miðaðar við eðlilega rás 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.