Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 105

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 105
Sérkenni kristindómsins 3. Það er líf í kœrleika. Samfélagsvitundin, sem byggist á skilningi þess, að allir eru systkin og börn sama föðurins, birtist út á við sem starfandi kærleikur. Af því skulu menn þekkja, að þeir eru lærisveinar Krists, að þeir bera elsku hver til annars. Það er líf í fórnandi kærleika. Enginn finnur sjálfan sig, fyrr en hann gefur sjálfan sig öðrum. „Sælla er að gefa en þiggja.” Það er líf í þjónustu hinna veikari bræðra. Sá er mestur þar, sem öllum þjónar. Æðstu metorðin eru að sýna sig allra þræl. Kærleikurinn er hin ríkjandi hugð guðsríkisþegnanna, sú ástríða, sem alltaf krefst fullnægingar. Hver maður, hversu aumur og lítilmótlegur sem hann virðist, hversu lágt sem hann er fallinn siðferðilega, er bróðir eða systir, ómetanlega dýrmætur, því hann hefur eitthvað af eðli Guðs í sjálfum sér. Allt er gefið, allt lagt í sölurnar, jafnvel lífið sjálft, til að þjóna boði hins sjálfsfórnandi kærleika, sem þjáist með hverjum, sem líður. 4. Eftir þessum leiðum þroskast einstaklingurinn. Guðsríkið felur í sér fullkomnun hvers einstaklings, sama eðlis sem fullkomnun himneska föðurins. Sú fullkomnun næst ekki nema á vegi kærleikans, hinni mjóu braut sjálfsgjafarinnar, sem fáir finna. Sú fullkomnun er fólgin í hinum skilyrðislausa kcerleika, sem ekki spyr um endurgjald, ekki einu sinni um það, hvort hann hljóti elsku sína á móti, eða hatur og jafnvel ofsókn. Hún hlotnast á leiðum þess kærleika, sem þreytist ekki, þótt hann finni ekkert andsvar, heldur elskar, af því að hann getur ekki annað. Fullkomnun guðsríkisins er sú heilsteypta skapgerð, sem ávallt heldur settri stefnu og er í samræmi við sjálfa sig, hvemig sem aðrir eru á móti, sem er frjáls og óbundinn kærleikur, sem verkar sjálfkrafa, fyrir innri nauðsyn, eins gagnvart öllum án manngreinarálits. 5. Sú fullkomnun er fjarlægt keppimark veikra og syndugra manna. En hún eygist í von. Og alltaf verður hún framundan, sem takmark að keppa að, því lífið er eilíft, ævarandi. Andi mannsins er ódauðlegur, og á óendanlegt þroskaskeið fyrir höndum. En eilífa lífið er þegar byrjað. Guðsríld er meðal vor. Eilífa lífið er lagt í brjóst vor, sem frækorn, er grær og vex í leyndum, sem fjársjóður hið innra með oss, sem ávaxtast til fyllingar hins eilífa lífs. Það er á meðal vor, sem súrdeig, er sýrir allt deig mannfélagsins, hægt og hægt, en hiklaust og ömgglega, því að það er lífið sjálft. Það er hið sanna líf, sem aldrei tortímist, því að það er hinn óbrigðuli veruleiki, hið óbreytilega í hverfleik viðburðanna, hið stöðuga í fallvaltleik hinna ytri verðmæta. Það er perlan, sem allt er leggjandi í sölurnar fyrir, og ef því væri glatað, gæti ekki allur heimurinn bætt það upp. Því að hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína? 6. Eilífa lífið í guðsríkinu er líf frá Guði. Það er gjöf hans. „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið.” Það veitist öllum, ókeypis, aðeins ef þeir vilja taka við því. Þess vegna kemur það fyrr til tollheimtumanna og skækna, en til þeirra sem loka sig inni í skel síns eigin ímyndaða réttlætis. Þess vegna gefst það hinum fátæku, þeim, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti, þeim, sem snúa við og verða eins og börnin, sem engu kunna að treysta nema góðsemi 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.