Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 105
Sérkenni kristindómsins
3. Það er líf í kœrleika. Samfélagsvitundin, sem byggist á skilningi
þess, að allir eru systkin og börn sama föðurins, birtist út á við sem
starfandi kærleikur. Af því skulu menn þekkja, að þeir eru lærisveinar
Krists, að þeir bera elsku hver til annars. Það er líf í fórnandi kærleika.
Enginn finnur sjálfan sig, fyrr en hann gefur sjálfan sig öðrum. „Sælla er
að gefa en þiggja.” Það er líf í þjónustu hinna veikari bræðra. Sá er
mestur þar, sem öllum þjónar. Æðstu metorðin eru að sýna sig allra þræl.
Kærleikurinn er hin ríkjandi hugð guðsríkisþegnanna, sú ástríða, sem
alltaf krefst fullnægingar. Hver maður, hversu aumur og lítilmótlegur
sem hann virðist, hversu lágt sem hann er fallinn siðferðilega, er bróðir
eða systir, ómetanlega dýrmætur, því hann hefur eitthvað af eðli Guðs í
sjálfum sér. Allt er gefið, allt lagt í sölurnar, jafnvel lífið sjálft, til að
þjóna boði hins sjálfsfórnandi kærleika, sem þjáist með hverjum, sem
líður.
4. Eftir þessum leiðum þroskast einstaklingurinn. Guðsríkið felur í sér
fullkomnun hvers einstaklings, sama eðlis sem fullkomnun himneska
föðurins. Sú fullkomnun næst ekki nema á vegi kærleikans, hinni mjóu
braut sjálfsgjafarinnar, sem fáir finna. Sú fullkomnun er fólgin í hinum
skilyrðislausa kcerleika, sem ekki spyr um endurgjald, ekki einu sinni um
það, hvort hann hljóti elsku sína á móti, eða hatur og jafnvel ofsókn. Hún
hlotnast á leiðum þess kærleika, sem þreytist ekki, þótt hann finni ekkert
andsvar, heldur elskar, af því að hann getur ekki annað. Fullkomnun
guðsríkisins er sú heilsteypta skapgerð, sem ávallt heldur settri stefnu og
er í samræmi við sjálfa sig, hvemig sem aðrir eru á móti, sem er frjáls og
óbundinn kærleikur, sem verkar sjálfkrafa, fyrir innri nauðsyn, eins
gagnvart öllum án manngreinarálits.
5. Sú fullkomnun er fjarlægt keppimark veikra og syndugra manna. En
hún eygist í von. Og alltaf verður hún framundan, sem takmark að keppa
að, því lífið er eilíft, ævarandi. Andi mannsins er ódauðlegur, og á
óendanlegt þroskaskeið fyrir höndum. En eilífa lífið er þegar byrjað.
Guðsríld er meðal vor. Eilífa lífið er lagt í brjóst vor, sem frækorn, er
grær og vex í leyndum, sem fjársjóður hið innra með oss, sem ávaxtast til
fyllingar hins eilífa lífs. Það er á meðal vor, sem súrdeig, er sýrir allt
deig mannfélagsins, hægt og hægt, en hiklaust og ömgglega, því að það er
lífið sjálft. Það er hið sanna líf, sem aldrei tortímist, því að það er hinn
óbrigðuli veruleiki, hið óbreytilega í hverfleik viðburðanna, hið stöðuga í
fallvaltleik hinna ytri verðmæta. Það er perlan, sem allt er leggjandi í
sölurnar fyrir, og ef því væri glatað, gæti ekki allur heimurinn bætt það
upp. Því að hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína?
6. Eilífa lífið í guðsríkinu er líf frá Guði. Það er gjöf hans. „Vertu
ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður
ríkið.” Það veitist öllum, ókeypis, aðeins ef þeir vilja taka við því. Þess
vegna kemur það fyrr til tollheimtumanna og skækna, en til þeirra sem
loka sig inni í skel síns eigin ímyndaða réttlætis. Þess vegna gefst það
hinum fátæku, þeim, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti, þeim, sem snúa
við og verða eins og börnin, sem engu kunna að treysta nema góðsemi
103