Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 110

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 110
Bjöm Magnússon perichoresis). „Hoc est inexistentia mutua et singularissima, intima et perfectissima inhabitatio unius personae in aliae.” Hér er gerður greinarmunur á starfi guðdómsins inn á við og út á við (Opera ad intra birta einkennis skilninganna, character hypostaticus: innascibilitas et paternitas in patre, spiratio in patre et filo, filiatio in filio et processio in spiritu sancto. Opera ad extra: sunt indivisa, quia tunc tres personae sunt simul et simul oparantur, í sköpun endurlausn og helgun. Sbr. Barna- lærdóm Helga Hálfdánarsonar, 27.gr. bls. 26). 3. Hér skal ekki dvalið lengur við þrenningarkenninguna, enda má með sanni segja, að í henni birtist kristíndómurinn á annan hátt frekar en sem líf frá Guði. En hér hefur þó verið gefið þetta stutta yfirlit yfir hana, vegna þess, að þrátt fyrir hin flóknu orð og hinar þverstæðu skýringar, þá er þó einmitt í þeirri kenningu fólgið eitt hið mikilvægasta og lífrænasta sannleiksatriði kristíndómsins, nefnilega það að Guð starfar í heiminum fyrir kraft anda síns, og sá andi er oss kunnur í fyllingu sinni í lífi og kenningu Jesú Krists. Þetta hefur kristnum mönnum á öllum öldum legið á hjarta að láta sem skýrast í ljós, og er ekkert óeðlilegt við það, þó að sá tjáningarháttur, sem mönnum var eðlilegastur á 4. og 5. öld sé ekki hinn heppilegasti né sjálfsagðasti á 20. öld, heldur komi mönnum fyrir sjónir sem fánýt glíma við að skýra það sem menn voru fyrirfram sannfærðir um að væri óskiljanlegt. En til grundvallar liggur það, sem augljóst er af áður tilfærðum orðum Nýja testamentísins um anda Guðs og Krists, að hinn sami andi, sem verkaði í Kristi, veitti honum mátt til líknarverka og nærði hinn takmarkalausa kærleika hans til mannanna, hann starfar áfram í lærisveinum hans, og gefur þeim hinn sama mátt og kveikir í þeim hinn sama brennandi kærleika, ef þeir aðeins sýna sig í samræmi við það, sem Kristur var, svo að hann geti komið til þeirra með anda sinn og tekið sér bústað hjá þeim. Út frá þessu sjónarmiði verða harla skiljanleg orðin um það, að Kristur sé andinn og hann muni koma til lærisveinanna, og á hinn bóginn, að Guð hafi sent anda sonar síns í hjörtu vor, og að Kristur muni biðja föðurinn að senda lærisveinunum annan huggara, anda sannleikans, að hann sé hjá þeim eilíflega, eða í þriðja stað, að Guðs andi búi í oss og hann hafí gefið oss af anda sínum, hann, sem sjálfur er andi. Allt þetta blandast meira og minna saman í ritum Nýja testamentisins, án þess að höfundar þeirra virðist finna til nokkurs ósamræmis, og það með eðlilegum hætti, því að svona reyndu þeir það, þeim var það hið eðlilegasta af öllu að tjá þessa reynslu sína. Guðsandinn var það allt, hinn heilagi andi Guðs, sá hinn sami sem verkað hafði í spámönnum Gamla testamentisins og fyllt þá guðmóði og nýrri þekkingu, sá hinn sami, sem og knúði Jóhannes skírara til starfa, hann var það, sem birtist Jesú við skírnina og boðaði honum, að hann væri hinn útvaldi sonur Guðs, og síðan rak hann út í óbyggðina til þess að velja og hafna starfsaðferðum um boðun guðsríkissins. Þennan sama guðsanda fundu lærisveinarnir alltaf síðan starfandi í honum, í honum hafði hann fengið það verkfæri, sem honum hafði aldrei hlotnast slíkt á jörðu né mun hlotnast, hann var hin einstæða birting 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.