Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 116
Bjöm Magnússon
Andi Guðs er heilagur andi. Verkanir hans í manninum má því binda í
einu orði: helgun. Það orð hefur eins og fram var tekið bæði trúarlega og
siðferðilega merkingu. Trúarlega merkingin felst í því, að andinn býr í
manninum, og gerir hann þátttakandi í guðlegu eðli. Hinn háleiti, heilagi
guðsandi er það, sem Guð hefur gætt manninn. Að því leyti er maðurinn
Guðs ættar. En gegn þessu kemur svo reynsla mannsins og segir, að
maðurinn sé syndugur og ófullkominn, að í honum búi annað eðli, hið
lága, dýrslega, sem gerir hann að þræli syndarinnar. Ósamræmið, sem í
þessu felst, verður ekki leyst til fulls. Það er enn spurningin um uppruna
hins illa, sem vér stöndum hér andspænis. En til að losna undan valdi
syndarinnar fær maðurinn hjálp frá Guði. Það er helgunin frá
siðferðilegu sjónarmiði séð. Þá hjálp er honum kleift að nota sér, af því
að andi Guðs býr í honum. Hann getur veitt andsvar, þegar hann finnur
kraft hins guðlega anda styðja sig í því að gera vilja Guðs, af því að hann
hefur eitthvað af þeim anda í sjálfum sér. Það er hið sannasta og besta í
honum sjálfum, sem vakið er af svefni. Það er hið „upprunalega eðli”
hans, sem finnur skyldleikann, þegar hinn heilagi andi Guðs nálgast hann
með kraftstraumum sínum. Maðurinn er ekki aðeins Guðs akurlendi.
Hann er líka samverkamaður Guðs (I. Kor. 3,9). Þannig hlýtur einnig að
vera, svo framarlega sem maðurinn er sjálfstæð og ábyrg vera,
guðssonur. „Það að hafa öðlast heilagan anda og starfa í honum er að vera
heill og sjálfstæður í trúarlífi sínu og tilfinningum og lifa í innra
samfélagi við Guð” (Harnack: Kristindómurinn, bls. 124).
En enn stöndum vér andspænis vandamálinu: Hjá hverjum liggur
byrjunin? Er það Guð, sem útvelur þá, sem honum þóknast, og gerir þá
móttækilega fyrir anda sínum, eða er það maðurinn sem verður að opna
sig, áður en guðsandinn getur veitt honum hjálp sína til að þroska
guðsandann upp til vaxtatakmarks kristsfyllingarinnar? Hér er enn
spurningin um frelsi viljans, um náðina eina saman. Því hvort sem vér
tölum um fullkomnun mannsins, fyrirgefningu Guðs eða helgun andans,
þá er það allt hið sama, einungis frá mismunandi sjónarmiðum. Vér
getum ekki leyst þá spurningu til fulls. Það eitt vitum vér, að maðurinn er
ábyrgur gerða sinna. Hann verður að gjalda skuld sína til hins síðasta
eyris, ef hann á ekki sjálfur þá fyrirgefandi samúð, sem getur samstillt
hann bylgjulengd algæskunnar, svo hann fái numið tóna hennar og áhrif,
og á hinn bóginn vitum vér, að kærleikur Guðs, er líka sterkasta aflið í
þeim neista guðandans, sem hverjum manni er gefinn, og því er það von,
að hann fái glætt í honum þann eld andans, sem aldrei slokknar, heldur
brennir úr sál hans allt hið illa og Guði fjandsamlega. Einugis á þeim
leiðum, að andi mannsins sé innst inni sama eðlis og andi Guðs, og vilji
mannsins sé því í dýpsta kjarna sínum ekki gjörspilltur, heldur í
samhljóðan við guðsviljan, getur legið lausn þeirrar miklu gátu.
Kenning kristindómsins um andann er ein hin grundvallandi í kristin-
dómnum. Að Guð sé andi segir, að hann sé hafinn yfir allt hið lága og
hverfula, og að það sé önnur tilvera, sem sé hinn sanni og óhagganlegi
veruleiki. Að andi Guðs hafi birst og starfað í Kristi segir, að í honum
114