Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 116

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 116
Bjöm Magnússon Andi Guðs er heilagur andi. Verkanir hans í manninum má því binda í einu orði: helgun. Það orð hefur eins og fram var tekið bæði trúarlega og siðferðilega merkingu. Trúarlega merkingin felst í því, að andinn býr í manninum, og gerir hann þátttakandi í guðlegu eðli. Hinn háleiti, heilagi guðsandi er það, sem Guð hefur gætt manninn. Að því leyti er maðurinn Guðs ættar. En gegn þessu kemur svo reynsla mannsins og segir, að maðurinn sé syndugur og ófullkominn, að í honum búi annað eðli, hið lága, dýrslega, sem gerir hann að þræli syndarinnar. Ósamræmið, sem í þessu felst, verður ekki leyst til fulls. Það er enn spurningin um uppruna hins illa, sem vér stöndum hér andspænis. En til að losna undan valdi syndarinnar fær maðurinn hjálp frá Guði. Það er helgunin frá siðferðilegu sjónarmiði séð. Þá hjálp er honum kleift að nota sér, af því að andi Guðs býr í honum. Hann getur veitt andsvar, þegar hann finnur kraft hins guðlega anda styðja sig í því að gera vilja Guðs, af því að hann hefur eitthvað af þeim anda í sjálfum sér. Það er hið sannasta og besta í honum sjálfum, sem vakið er af svefni. Það er hið „upprunalega eðli” hans, sem finnur skyldleikann, þegar hinn heilagi andi Guðs nálgast hann með kraftstraumum sínum. Maðurinn er ekki aðeins Guðs akurlendi. Hann er líka samverkamaður Guðs (I. Kor. 3,9). Þannig hlýtur einnig að vera, svo framarlega sem maðurinn er sjálfstæð og ábyrg vera, guðssonur. „Það að hafa öðlast heilagan anda og starfa í honum er að vera heill og sjálfstæður í trúarlífi sínu og tilfinningum og lifa í innra samfélagi við Guð” (Harnack: Kristindómurinn, bls. 124). En enn stöndum vér andspænis vandamálinu: Hjá hverjum liggur byrjunin? Er það Guð, sem útvelur þá, sem honum þóknast, og gerir þá móttækilega fyrir anda sínum, eða er það maðurinn sem verður að opna sig, áður en guðsandinn getur veitt honum hjálp sína til að þroska guðsandann upp til vaxtatakmarks kristsfyllingarinnar? Hér er enn spurningin um frelsi viljans, um náðina eina saman. Því hvort sem vér tölum um fullkomnun mannsins, fyrirgefningu Guðs eða helgun andans, þá er það allt hið sama, einungis frá mismunandi sjónarmiðum. Vér getum ekki leyst þá spurningu til fulls. Það eitt vitum vér, að maðurinn er ábyrgur gerða sinna. Hann verður að gjalda skuld sína til hins síðasta eyris, ef hann á ekki sjálfur þá fyrirgefandi samúð, sem getur samstillt hann bylgjulengd algæskunnar, svo hann fái numið tóna hennar og áhrif, og á hinn bóginn vitum vér, að kærleikur Guðs, er líka sterkasta aflið í þeim neista guðandans, sem hverjum manni er gefinn, og því er það von, að hann fái glætt í honum þann eld andans, sem aldrei slokknar, heldur brennir úr sál hans allt hið illa og Guði fjandsamlega. Einugis á þeim leiðum, að andi mannsins sé innst inni sama eðlis og andi Guðs, og vilji mannsins sé því í dýpsta kjarna sínum ekki gjörspilltur, heldur í samhljóðan við guðsviljan, getur legið lausn þeirrar miklu gátu. Kenning kristindómsins um andann er ein hin grundvallandi í kristin- dómnum. Að Guð sé andi segir, að hann sé hafinn yfir allt hið lága og hverfula, og að það sé önnur tilvera, sem sé hinn sanni og óhagganlegi veruleiki. Að andi Guðs hafi birst og starfað í Kristi segir, að í honum 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.