Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 123
Sérkenni kristindómsins
þeirri spurningu, hvað bænin sé og að lokum athuga hana sérstaklega frá
sjónarmiði samlífsins við Guð.
a) Bœnarlíf Jesú og kenning hans um bænina
Guðspjöllin geta alloft um það að Jesús hafi beðist fyrir. Er þess
sérstaklega getið við ýmis mikilvæg atvik í lífi hans, eins og skírnina (Lk.
3,21), áður en hann valdi postulana, er hann var alla nóttina á bæn til
Guðs, Lk. 6,12), áður en hann sagði lærisveinunum ífá því að hann væri
Messías og fyrir ummyndunina á fjallinu (Lk. 9,18, 28), í grasgarðinum á
undan handtökunni og á krossinum (Mk. 14,35n og hliðst) og á krossinum
(Mk. 15,34, Lk. 23,34.46). Þá er og skýrt frá því, að hann hafi beðist
fyrir áður en hann framdi kraftaverk (Mk. 7,34, Jóh. ll,41nn) eða eftir
þau (Lk. 5,16). Er sérstaklega merkileg í því sambandi frásögnin í 1.
kafla Markúsarguðspjalls, þar sem sagt er frá starfsdegi Jesú í
Kapernaum, og hvemig hann fór árla næsta morgun, löngu fyrir dögun á
óbyggðan stað og baðst fyrir (v.35). Er þar glögg mynd af því, hvernig
Jesús sótti sér í bæninni endurnæringu eftir erfiðan starfsdag og nýtt þrek
til að hefja starf á nýjum degi. Er þess víðar getið að hann hafi verið á
bæn, helst á óbyggðum stöðum, þar sem hann hafði fullkomið næði (Mk.
6,46, Lk. 5,16, 6,12). Er svo að sjá sem hann hafi alltaf öðm hverju
leitað einveru til að biðja, og halda þannig stöðugt vakandi sambandi sínu
við hina guðlegu máttarlind.
Þá er og sagt frá því, að Jesús hafi beðið fyrir öðrum mönnum (Lk.
22,32, 23,34) og menn færðu honum börn til þess að hann skyldi leggja,
hendur yfir þau og biðja (Mt. 19,13). Einnig blessaði hann brauðið og
fiskana (Mk. 6,41, 8,6 og hliðst. Mk. 14.22 og hliðst, sbr. Lk. 24,35). Þá
er enn ógetið lofgerðarinnar í Mt. ll,25n, Lk. 10,21).
Þessi dæmi, sem þó em ekki tæmandi, nægja til að sýna, að Jesús baðst
fyrir að jafnaði, og sérstaklega þegar hann átti eitthvað mikilvægt fyrir
höndum eða var staddur í raunum. Þau sýna það að bænin var honum
ómissandi uppspretta kraftar og hvíldar, sem hann leitaði jafnan til.
Bænin var lífæð hins andlega lífs hans og orkugjafi hans til
miskunnarverka.
Þetta verður enn ljósara, þegar litið er til orða Jesú um bænina. En þau
eru mörg, því að hann hvatti menn þráfaldlega til bænar. Hann kennir
þeim hvemig þeir eigi að biðja, með því að kenna þeim bænina: Faðir vor
(Mt. 6,9-13, Lk. 11.1-4). Hann hvetur til að vaka og biðja (Mk. 14,38,
Lk. 21,36), biðja án þess að þreytast (Lk. 18,lnn, 11,5-8) og kvað þá ekki
mundu bregðast gjöfina (Mt. 7,7-11 = Lk. 11,9-13), þó er trúin
sumstaðar skilyrði bænheyrslunnar (Mk. 11,24 og hliðst) eða það, að
menn biðji saman (Mt. 18,19). Bænin um fyrirgefningu er bundin því
skilyrði, að maður vilji sjálfur fyrirgefa (Mt. 6,12, sbr. vv,14n, Mk.
11,25).
Þessi dæmi sýna að Jesús telur kraft bænarinnar mikinn, jafnvel undra-
mikinn. Orð hans um mátt bænarinnar em hliðstæð orðum hans um mátt
trúarinnar: „Sá getur allt, sem trúna hefur” (Mk. 9,23, sbr. ll,22n og
121