Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 133

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 133
Sérkenni kristindómsins syndara, sem gerir iðrun, en yfir níutíu og níu, sem ekki þurfa iðrunar við, að sínum dómi. Eldri bróðirinn, sem alltaf var heima hjá föður sínum, möglaði gegn gleði föður síns, af því að hann hugsaði meira um verðleika sfna en það, að bróðir hans var lifnaður aftur (Lk. 15,7, 10, 28nn)v 4. Út á við birtist hreinleiki hjartans sem hugrekki. Sá, sem er heill, hikar ekki né lítur aftur, eftir að hann hefur lagt hönd á plóginn. Jafnvel helgustu ættræknisskyldur geta ekki leyst mann frá því að framkvæma skyldur sannleikans. Þess vegna getur það komið fyrir, að menn verði jafnvel að yfirgefa föður og móður, systkini og heimili vegna köllunar sannleikans, jafnvel hata þau, að því leyti sem þau standa í vegi fyrir því, að hreinleiki og heilindi skipi öndvegið í lífi mannsins (Lk. 9,57nn, Mt. 8,20nn, 10,34nn, Mk. 3,3lnn, Lk. 14.25nn, 12,49nn, 10,42). Limi eigin líkama, sem valda falli, er betra að sníða af, en láta undan síga og víkja frá braut hreinleika og heilinda (Mk. 9,42nn, Mt, 5,29). Jafnvel sitt eigið líf verður maðurinn að hata, og leggja það í sölurnar, sé þess krafist, eins og Jesús sjálfur gerði, vitandi og hiklaust (Lk. 14,26n, Mk. 8,34nn, 10,45, Lk. 13,31nn). Hliðið til lífsins er þröngt, því að það er hlið sjálfsfórnarinnar (Mt. 7,13n, Mk. 10,42nn). Einstaklingurinn ber mikla ábyrgð, sem hann má ekki skorast undan, og því meiri, sem honum er meira gefið (Mt. 5,13nn, 10,32n, Lk. 12,47nn). Manninum er skylt að svara þeim kröfum, sem Guð gerir til hans í lífinu og vera ávallt reiðubúinn til starfa fyrir guðsríkið (Mt. 25,14nn, lnn). Þeir, sem átt hafa kost á að kynnast boðskap Jesú, sæta þyngri ábyrgð, en hinir (Mt. ll,20nn). En sá, sem leggur fram alla getu sína, gerir meira en nokkur ella, enda þótt geta hans sé minni (Mk. 12,44). Það er hið hreina hjarta, sem sér Guð. b) Kærleikur Jesús sagði, að allt lögmálið og spámennirnir væri fólgið í tvöfalda kærleiksboðorðinu: Að elska Guð af öllu hjarta og öllum skilningi og öllum mætti, og náungann eins og sjálfan sig (Mk. 12,29nn, Mt. 22,40). Hið sama sagði hann og um gullnu regluna: „Allt sem þér því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” (Mt. 7,12). Hér er um að ræða tiltækan kærleika, sem er borinn uppi jafnt af skilningi mannsins, tilfinningu hans og vilja, eða m.ö.o.: kærleika, sem er orðinn samgróinn eðli mannsins, og streymir eins og sjálfkrafa fram í öllu lífi hans. En sá vettvangur, sem hann birtist á, er samskipti mannanna. Allt lögmálið og spámennirnir, sem felur í sér elsku til Guðs, birtist í því, að breyta við aðra, eins og maður vill láta breyta við sig. Kærleikurinn birtist fyrst sem fyrirgefningarhugarfar. Að vér fyrirgefum er skilyrði þess að Guð fyrirgefi oss (Mt. 6,12,. 14n, 18,21nn). Áður en vér komum fram fyrir Guð með fórnir vorar, eigum vér að sættast við bróður vorn (Mt. 5,23nn). En vér eigum að ganga lengra en að gleyma mótgerðum. Vér eigum að sýna jafnvel þeim, sem gera á hlut vorn, jákvæða þjónustu „Vilji einhver neyða þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær” (Mt. 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.