Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 137
Sérkenni kristindómsins
eðlis og kærleikur himneska föðurins, sem lætur regn og sól réttlátum og
ranglátum jafnt í té, af því hann er kærleikur, og getur aldrei komið fram
öðruvísi en kærleikur. Kærleikurinn á að vera svo ríkur í eðli mannsins,
að honum sé ómögulegt að sýna öðrum annað en góðsemi, hvernig sem
aðrir koma fram við hann, eins og ljósið lýsir fyrir tilveru sína eina
saman, öllum, sem skin þess nær til, án undantekningar, án
manngreinarálits. Það er á þessari leið, hinum mjóa vegi sjálfsgjafarinnar,
sem fáir finna, (af því að þeir leita eftir flóknum kerfum og siðum) sem
maðurinn nær fullkomnun slíkri sem himneska föðurins, og hefur
hœfileika til að ná henni. Þeir hæfileikar eru einmitt guðseðlið í
mönnunum sjálfum, guðssonernið, og með því að keppa eftir þessari
fullkomnun tekst þeim að verða synir föður síns, hins himneska (Mt.
5,45). Lúkas er sennilega nær orðum Jesú, er hann segir: „Verið
miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur” (6,36). En Matteus
fer fyllilega rétt með, er hann snýr þessum orðum upp í boðið um að
verða fullkomnir, eins og himneski faðirinn er fullkominn, því að í hinni
eðlisbundnu miskunnsemi er fullkomnunin fólgin, og er raunar ekki
annað en það, að láta hinn lífgefandi kærleiksanda Guðs, sem í manninum
býr, fá frjálsa og fulla útrás. Drottnunargirnin á að víkja, en hin
sjálfsfórnandi þjónustusemi að ríkja, svo að foringinn verði eins og sá, er
þjónar, að dæmi sjálfs meistarans Jesú (Lk. 22,25nn). Sá sem týnir lífi
sínu, mun bjarga því (Mk. 8,35). Hinu líkamlega lífi má fórna og ber að
fórna, en aðeins til að bjarga hinu sanna, varanlega lífi. Þar sem Jesús
virðist kenna meinlæti eða heimsflótta, er það einmitt í þágu lífsins, sem
fórna ber hinum minni verðmætum fyrir hin meiri.
Sumar siðgæðiskröfur Jesú virðast vera mönnum um megn, fyrir
augum venjulegra manna. En slíkt er ekki raunsæi. Það er bölsýni. Jesús
var raunsýnn og bjartsýnn. Það hlaut að fara saman, af því að hann var
skarpsýnn öllum öðrum fremur. Þeir af lærisveinum hans, sem næst
honum hafa komist, hafa einnig hlotið þessa raunsæu bjartsýni hans.
„Þessi skilningur á óuppgötvuðum hæfileikum mannsandans skýrir það,
hve Gandhi drógst að hinum útskúfuðu og Kagawa tók sér bólfestu í
fátækrahverfi Kobe. Þegar þeir leituðu sér vina meðal hinna fátæku og
fyrirlitnu, voru þeir að fylgja göfugri fyrirmynd. Það var sagt um Jesú í
óvirðingarskyni, að hann hafí fundið vini sína meðal tollheimtumanna og
syndara” (Brown: God, bls. 70). Þar sem aðrir sáu ekki annað en synd og
spillingu, sá hann guðlegan kærleika (Lk. 7,36nn). Þar sem aðrir sáu ekki
annað en dauðasök, sá hann mannssál, sem átti í baráttu, en bjó þó yfir lífi
frá Guði, sem ekkert gat slökkt með öllu (Jóh. 8,3nn). „Fyrir mönnum er
það ómögulegt, en ekki fyrir Guði; því að allt er mögulegt fyrir Guði”
(Mk. 10,27). Kærleikskraftur hans getur dregið til sín jafnvel hinn
forhertasta syndara.
135