Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 148
Bjöm Magnússon
leiðandi svo bjartsýnn, að hann sá alls staðar eitthvað af guðseðlinu,
jafnvel í hinum aumasta syndara, jafnvel í Faríseunum. Þess vegna grét
hann, þegar hann nálgaðist borgina helgu, borg hræsni og lögmáls-
þrælkunar, sem birtist jafnvel í sjálfum helgidóminum, þess vegna
tendraðist reiði hans gagnvart prangi víxlaranna, að hann sá í hverjum
manni, einnig þeim, sem sokknir voru í hræsnina og auragræðgina,
guðlegan anda, sem vanþreifst fyrir sakir þess, að öll viðleitni mannanna
snerist um fánýta hluti og skaðlega. Þegar hann hrópaði: vei yður; þá
brann hjarta hans yfir hjartaharðúð þeirra, sem ekki skildu tíma vitjunar
sinnar, né hvað til friðar heyrði. Þráfaldlega kvartar Jesús yfir
skilningsleysi þeirra, sem hlýða á orð hans, og þegar talað er um hjarta-
harðúð eða forhert hjarta, þá er það skilningsleysið, sem um er rætt (Mk.
8,17, 6,52, 7,18, 10,5). Þetta sýnir, að það var skilningur á því, hvað
væri hið sanna gildi hlutanna, sem Jesús krafðist af áheyrendum sínum.
Þetta er mjög augljóst í Jóhannesarguðspalli þar sem Jesús talar um
sannleikann. Sannleikurinn táknar einmitt á máli Jóhannesar hinn sanna
veruleika, þann sem hefur verulegt og varanlegt gildi. Skilningur
sannleikans veitist fyrir áhrif andans, fyrir það, að maðurinn kemst í
samband við hinn andlega heim, finnur kraft hans leika um sig. „Þegar
hann, sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann,”
kenna yður að þekkja hið sanna gildi hlutanna, hin sönnu verðmæti lífsins.
„Og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Þessi orð eru þrungin af speki.
Frjálsa gerir sannleikurinn þann veg, að sá, sem veit hið sanna, og sem
lifír í anda sannleikans, lætur hinn guðlega anda næra sitt innra líf, hann
gerir frjáls og næstum óvitandi það, sem er í samræmi við vilja Guðs; sá
sem er stöðugur í Guði, syndgar ekki, af því að guðseðlið er orðið
ríkjandi í honum, hinn lági vilji holdsins er gjörsamlega taminn undir
stjórn andans. Sókrates og hinir grísku heimspekingar kenndu, að það
væri manninum nóg, að vita hið rétta. Það er ekki nema hálfur
sannleikur. Það er ekki nóg að vita með heilanum, ef hjartað fylgir ekki
með. Kalt siðgæði, sem byggt er á rökum hins ytra lífs eins, leiðir engan
til sannrar siðbetrunar. Hið nýja gildismat verður að ná inn í hjartarætur
mannsins, vera endurmat allra gilda. En slíkt endurmat getur ekki farið
fram, nema maðurinn sé gagntekinn, sigraður af Guði. „Af náð Guðs er
ég það sem ég er,” sagði postulinn. Þetta er það, sem kristindómurinn
hefur fram yfir hina heimspekilegu siðfræði. Hann gefur bæði ákveðið
takmark, og bendir á vissa, sögulega persónu, sem hefur sýnt það takmark
í eigin lífi sínu, og hann gefur ákveðinn kraft til að ná því marki. Hvort
tveggja felst í hinu sama: Guði, föðurnum, sem hefur gefið oss af anda
sínum. Hann er mælikvarði inn á öll verðmæti lífsins, efnisleg og andleg,
og þau hafa gildi að því skapi, sem þau stuðla að því að nálægja oss
honum eða fjarlæga.
í ljósi þessa skilnings á allt gildismat vort að fara fram. Þegar kemur
til að meta hin einstöku gæði lífsins, verður það að ráða, hvort þau færa
oss fjær eða nær fullkomnunartakmarki voru, guðlegri samúð með öllu,
án greinarmunar. Þetta er meginreglan, og raunar er ekki hægt að segja
146