Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 148

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 148
Bjöm Magnússon leiðandi svo bjartsýnn, að hann sá alls staðar eitthvað af guðseðlinu, jafnvel í hinum aumasta syndara, jafnvel í Faríseunum. Þess vegna grét hann, þegar hann nálgaðist borgina helgu, borg hræsni og lögmáls- þrælkunar, sem birtist jafnvel í sjálfum helgidóminum, þess vegna tendraðist reiði hans gagnvart prangi víxlaranna, að hann sá í hverjum manni, einnig þeim, sem sokknir voru í hræsnina og auragræðgina, guðlegan anda, sem vanþreifst fyrir sakir þess, að öll viðleitni mannanna snerist um fánýta hluti og skaðlega. Þegar hann hrópaði: vei yður; þá brann hjarta hans yfir hjartaharðúð þeirra, sem ekki skildu tíma vitjunar sinnar, né hvað til friðar heyrði. Þráfaldlega kvartar Jesús yfir skilningsleysi þeirra, sem hlýða á orð hans, og þegar talað er um hjarta- harðúð eða forhert hjarta, þá er það skilningsleysið, sem um er rætt (Mk. 8,17, 6,52, 7,18, 10,5). Þetta sýnir, að það var skilningur á því, hvað væri hið sanna gildi hlutanna, sem Jesús krafðist af áheyrendum sínum. Þetta er mjög augljóst í Jóhannesarguðspalli þar sem Jesús talar um sannleikann. Sannleikurinn táknar einmitt á máli Jóhannesar hinn sanna veruleika, þann sem hefur verulegt og varanlegt gildi. Skilningur sannleikans veitist fyrir áhrif andans, fyrir það, að maðurinn kemst í samband við hinn andlega heim, finnur kraft hans leika um sig. „Þegar hann, sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann,” kenna yður að þekkja hið sanna gildi hlutanna, hin sönnu verðmæti lífsins. „Og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Þessi orð eru þrungin af speki. Frjálsa gerir sannleikurinn þann veg, að sá, sem veit hið sanna, og sem lifír í anda sannleikans, lætur hinn guðlega anda næra sitt innra líf, hann gerir frjáls og næstum óvitandi það, sem er í samræmi við vilja Guðs; sá sem er stöðugur í Guði, syndgar ekki, af því að guðseðlið er orðið ríkjandi í honum, hinn lági vilji holdsins er gjörsamlega taminn undir stjórn andans. Sókrates og hinir grísku heimspekingar kenndu, að það væri manninum nóg, að vita hið rétta. Það er ekki nema hálfur sannleikur. Það er ekki nóg að vita með heilanum, ef hjartað fylgir ekki með. Kalt siðgæði, sem byggt er á rökum hins ytra lífs eins, leiðir engan til sannrar siðbetrunar. Hið nýja gildismat verður að ná inn í hjartarætur mannsins, vera endurmat allra gilda. En slíkt endurmat getur ekki farið fram, nema maðurinn sé gagntekinn, sigraður af Guði. „Af náð Guðs er ég það sem ég er,” sagði postulinn. Þetta er það, sem kristindómurinn hefur fram yfir hina heimspekilegu siðfræði. Hann gefur bæði ákveðið takmark, og bendir á vissa, sögulega persónu, sem hefur sýnt það takmark í eigin lífi sínu, og hann gefur ákveðinn kraft til að ná því marki. Hvort tveggja felst í hinu sama: Guði, föðurnum, sem hefur gefið oss af anda sínum. Hann er mælikvarði inn á öll verðmæti lífsins, efnisleg og andleg, og þau hafa gildi að því skapi, sem þau stuðla að því að nálægja oss honum eða fjarlæga. í ljósi þessa skilnings á allt gildismat vort að fara fram. Þegar kemur til að meta hin einstöku gæði lífsins, verður það að ráða, hvort þau færa oss fjær eða nær fullkomnunartakmarki voru, guðlegri samúð með öllu, án greinarmunar. Þetta er meginreglan, og raunar er ekki hægt að segja 146
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.